Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Sigríður Mogensen skrifar 16. september 2010 18:40 Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira