Skortsalar í klípu þar sem dollarinn hríðfellur 12. mars 2010 12:27 Bandaríkjadollar hefur hríðfallið gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er degi. Mest er fallið gagnvart evrunni, enda hefur síðarnefnda myntin heldur styrkt sig í sessi gagnvart ýmsum fleiri myntum en dollaranum í dag. Gera má ráð fyrir að þeir fjárfestar sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að svo virðist sem vindurinn sé í bili úr seglum þeirrar lækkunar á evru/dollar gengiskrossinum sem stóð linnulítið frá desemberbyrjun til febrúarloka.Á því tímabili lækkaði evran um 10% gagnvart dollaranum vegna stöðugra frétta af slæmri og versnandi skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja. Undanfarnar þrjár vikur hefur evran hins vegar hækkað um 2% gagnvart dollar, og hefur bróðurpartur þeirrar styrkingar komið fram á allra síðustu dögum. Evran kostar 1,377 dollara þegar þetta er ritað (kl. 11:00) og hefur ekki staðið sterkari gagnvart dollaranum í tæpan mánuð.Ýmsar skýringar má tína til á viðsnúningnum í þessum konungi gjaldeyriskrossanna, en viðskipti með gjaldmiðlaparið evru og dollar eru þau langumsvifamestu á gjaldeyrismörkuðum heims. Þannig nefna markaðsaðilar til sögunnar fréttir af því að Janet Yellen verði hugsanlega ráðin ein af seðlabankstjórum Bandaríkjanna, en Yellen er af mörgum talin svokölluð vaxtadúfa, þ.e. höll undir að beita stýrivöxtum af varfærni til að halda aftur af verðbólgu.Þá hafa líkur aukist á að Grikkjum takist að sigla fyrir vind með einhvers konar aðstoð frá ESB, enda hafa stjórnvöld þar í landi samþykkt býsna víðtækar aðhaldsaðgerðir við lítinn fögnuð landsmanna.Hins vegar kann það að hafa hvað mest áhrif þessa dagana að marga fjárfesta sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið þegar krafturinn datt úr lækkunarhrinu gengiskrossins. Slíkar skortsölur höfðu náð miklum hæðum í upphafi mánaðarins, en alla jafna eru gjaldeyrisstöður af þessum toga býsna viðkvæmar fyrir óhagstæðri þróun og geta fjárfestar kosið, eða jafnvel neyðst til, að loka þeim í stórum stíl frekar en hætta á stigvaxandi tap þegar markaðurinn snýst gegn þeim, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríkjadollar hefur hríðfallið gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er degi. Mest er fallið gagnvart evrunni, enda hefur síðarnefnda myntin heldur styrkt sig í sessi gagnvart ýmsum fleiri myntum en dollaranum í dag. Gera má ráð fyrir að þeir fjárfestar sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að svo virðist sem vindurinn sé í bili úr seglum þeirrar lækkunar á evru/dollar gengiskrossinum sem stóð linnulítið frá desemberbyrjun til febrúarloka.Á því tímabili lækkaði evran um 10% gagnvart dollaranum vegna stöðugra frétta af slæmri og versnandi skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja. Undanfarnar þrjár vikur hefur evran hins vegar hækkað um 2% gagnvart dollar, og hefur bróðurpartur þeirrar styrkingar komið fram á allra síðustu dögum. Evran kostar 1,377 dollara þegar þetta er ritað (kl. 11:00) og hefur ekki staðið sterkari gagnvart dollaranum í tæpan mánuð.Ýmsar skýringar má tína til á viðsnúningnum í þessum konungi gjaldeyriskrossanna, en viðskipti með gjaldmiðlaparið evru og dollar eru þau langumsvifamestu á gjaldeyrismörkuðum heims. Þannig nefna markaðsaðilar til sögunnar fréttir af því að Janet Yellen verði hugsanlega ráðin ein af seðlabankstjórum Bandaríkjanna, en Yellen er af mörgum talin svokölluð vaxtadúfa, þ.e. höll undir að beita stýrivöxtum af varfærni til að halda aftur af verðbólgu.Þá hafa líkur aukist á að Grikkjum takist að sigla fyrir vind með einhvers konar aðstoð frá ESB, enda hafa stjórnvöld þar í landi samþykkt býsna víðtækar aðhaldsaðgerðir við lítinn fögnuð landsmanna.Hins vegar kann það að hafa hvað mest áhrif þessa dagana að marga fjárfesta sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið þegar krafturinn datt úr lækkunarhrinu gengiskrossins. Slíkar skortsölur höfðu náð miklum hæðum í upphafi mánaðarins, en alla jafna eru gjaldeyrisstöður af þessum toga býsna viðkvæmar fyrir óhagstæðri þróun og geta fjárfestar kosið, eða jafnvel neyðst til, að loka þeim í stórum stíl frekar en hætta á stigvaxandi tap þegar markaðurinn snýst gegn þeim, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira