Umfjöllun: Fram leiddi HK til slátrunar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2010 21:08 Framarar fagna í kvöld. Mynd/Anton Fram komst í kvöld upp í annað sæti N1-deildar karla með sigri á HK, 36-26, sem tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð. HK er þar með fallið úr öðru sætinu en liðið tapaði þar áður fyrir Akureyri sem er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Fram vann í kvöld sinn sjötta sigur í kvöld. Framarar náðu fljótt undirtökunum í leiknum og tóku góðan sprett um miðjan hálfleiknum þar sem liðið náði sex marka forystu, 15-9. Þessum mun náðu þeir að halda allt til loka hálfleiksins en staðan að honum loknum var 18-13. HK virtist eiga í miklum vandræðum með öflugan varnarleik Framara og munaði miklu um að Ólafur Bjarki Ragnarsson náði sér alls ekki á strik. Honum tókst ekki að skora í sínum fjórum marktilraunum. Bjarki Már Elísson var einnig langt frá sínu besta en nýtti þó bæði vítaköstin sín. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Daníel Berg Grétarsson drógu vagninn fyrir HK en það var einfaldlega ekki nóg.Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk þrátt fyrir að hafa fengið rautt um miðjan seinni hálfleikinn.Mynd/AntonAuk þess að leika góðan varnarleik voru Framarar einnig öflugir hinum megin á vellinum. Þeir skoruðu nánast af vild af níu metrunum en alls komu ellefu slík mörk af fimmtán talsins sem komu úr uppstilltri sókn. Andri Berg Haraldsson og Róbert Aron Hostert fóru fyrir sókninni hjá Fram en alls komust átta leikmenn Fram á blað í fyrri hálfleiknum. Ólafur Bjarki komst í gang í síðari hálfleik og þá fóru hlutirnir loksins að ganga upp hjá HK sem á fyrri stundarfjórðungnum náði að minnka muninn í eitt mark. Til að bæta gráu á svart hjá heimamönnum fékk Andri Berg Haraldsson að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Ólafi Bjarka. Þar að auki var Róbert Aron úr leik vegna meiðsla. Allt virtist HK-ingum í hag. En þá hrundi leikur liðsins algerlega. Arnar Birkir Hálfdánsson átti gríðarlega sterka innkomu og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk fyrir Fram sem náði að sigla fram úr aftur. Reyndar keyrðu þeir yfir HK-inga á lokakafla leiksins og skoruðu þá tólf mörk gegn aðeins þremur.Daníel Berg Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir HK í kvöld, þar af sex í fyrri hálfleik.Mynd/AntonVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin í leiknum fyrir pirringsbrot þegar að Arnar Birkir var í hraðaupphlaupi á lokasekúndum leiksins. Arnar Birkir var drjúgur síðustu mínúturnar og aðrir ungir Framarar stóðu sig vel. Matthías Daðason átti ágæta innkomu í vinstra hornið auk þess sem að Einar Rafn Eiðsson átti góða spretti. HK-ingar hafa oft spilað miklu betur en í þessum leik. Ólafur Bjarki náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Daníel Berg ekki í þeim síðari. Bjarki Már hornamaður var langt frá sínu besta og Björn Ingi markvörður sömuleiðis. Atli Ævar Ingólfsson línumaður var ágætur í fyrri hálfleik en það dró af honum í þeim síðari.Tölfræði leiksins:Fram - HK 36 - 26 (18 - 13)Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 7 (13), Arnar Birkir Hálfdánsson 6/1 (7/1), Einar Rafn Eiðsson 6/2 (9/3), Róbert Aron Hostert 4 (4), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (3), Matthías Daðason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Kristján Svan Kristjánsson (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 14 (39/6, 36%), Björn Viðar Björnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 7 (Einar Rafn 2, Matthías 2, Haraldur 1, Róbert Aron 1, Arnar Birkir 1). Fiskuð víti: 4 (Halldór Jóhann 1, Andri Berg 1, Matthías 1, Arnar Birkir 1). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/5 (14/5), Daníel Berg Grétarsson 7 (11), Atli Ævar Ingólfsson 4 (8), Bjarki Már Elíasson 4/2 (8/2), Hörður Másson 2 (4), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (45/3, 29%), Valgeir Tómasson 0 (4/1). Hraðaupphlaup: 4 (Daníel Berg 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1). Fiskuð víti: 7 (Ólafur Bjarki 3, Hörður 2, Bjarki Már 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Fram komst í kvöld upp í annað sæti N1-deildar karla með sigri á HK, 36-26, sem tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð. HK er þar með fallið úr öðru sætinu en liðið tapaði þar áður fyrir Akureyri sem er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Fram vann í kvöld sinn sjötta sigur í kvöld. Framarar náðu fljótt undirtökunum í leiknum og tóku góðan sprett um miðjan hálfleiknum þar sem liðið náði sex marka forystu, 15-9. Þessum mun náðu þeir að halda allt til loka hálfleiksins en staðan að honum loknum var 18-13. HK virtist eiga í miklum vandræðum með öflugan varnarleik Framara og munaði miklu um að Ólafur Bjarki Ragnarsson náði sér alls ekki á strik. Honum tókst ekki að skora í sínum fjórum marktilraunum. Bjarki Már Elísson var einnig langt frá sínu besta en nýtti þó bæði vítaköstin sín. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Daníel Berg Grétarsson drógu vagninn fyrir HK en það var einfaldlega ekki nóg.Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk þrátt fyrir að hafa fengið rautt um miðjan seinni hálfleikinn.Mynd/AntonAuk þess að leika góðan varnarleik voru Framarar einnig öflugir hinum megin á vellinum. Þeir skoruðu nánast af vild af níu metrunum en alls komu ellefu slík mörk af fimmtán talsins sem komu úr uppstilltri sókn. Andri Berg Haraldsson og Róbert Aron Hostert fóru fyrir sókninni hjá Fram en alls komust átta leikmenn Fram á blað í fyrri hálfleiknum. Ólafur Bjarki komst í gang í síðari hálfleik og þá fóru hlutirnir loksins að ganga upp hjá HK sem á fyrri stundarfjórðungnum náði að minnka muninn í eitt mark. Til að bæta gráu á svart hjá heimamönnum fékk Andri Berg Haraldsson að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Ólafi Bjarka. Þar að auki var Róbert Aron úr leik vegna meiðsla. Allt virtist HK-ingum í hag. En þá hrundi leikur liðsins algerlega. Arnar Birkir Hálfdánsson átti gríðarlega sterka innkomu og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk fyrir Fram sem náði að sigla fram úr aftur. Reyndar keyrðu þeir yfir HK-inga á lokakafla leiksins og skoruðu þá tólf mörk gegn aðeins þremur.Daníel Berg Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir HK í kvöld, þar af sex í fyrri hálfleik.Mynd/AntonVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin í leiknum fyrir pirringsbrot þegar að Arnar Birkir var í hraðaupphlaupi á lokasekúndum leiksins. Arnar Birkir var drjúgur síðustu mínúturnar og aðrir ungir Framarar stóðu sig vel. Matthías Daðason átti ágæta innkomu í vinstra hornið auk þess sem að Einar Rafn Eiðsson átti góða spretti. HK-ingar hafa oft spilað miklu betur en í þessum leik. Ólafur Bjarki náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Daníel Berg ekki í þeim síðari. Bjarki Már hornamaður var langt frá sínu besta og Björn Ingi markvörður sömuleiðis. Atli Ævar Ingólfsson línumaður var ágætur í fyrri hálfleik en það dró af honum í þeim síðari.Tölfræði leiksins:Fram - HK 36 - 26 (18 - 13)Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 7 (13), Arnar Birkir Hálfdánsson 6/1 (7/1), Einar Rafn Eiðsson 6/2 (9/3), Róbert Aron Hostert 4 (4), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (3), Matthías Daðason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Kristján Svan Kristjánsson (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 14 (39/6, 36%), Björn Viðar Björnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 7 (Einar Rafn 2, Matthías 2, Haraldur 1, Róbert Aron 1, Arnar Birkir 1). Fiskuð víti: 4 (Halldór Jóhann 1, Andri Berg 1, Matthías 1, Arnar Birkir 1). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/5 (14/5), Daníel Berg Grétarsson 7 (11), Atli Ævar Ingólfsson 4 (8), Bjarki Már Elíasson 4/2 (8/2), Hörður Másson 2 (4), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (45/3, 29%), Valgeir Tómasson 0 (4/1). Hraðaupphlaup: 4 (Daníel Berg 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1). Fiskuð víti: 7 (Ólafur Bjarki 3, Hörður 2, Bjarki Már 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira