Hætti ekki fyrr en Dan kemur til Dalvíkur 28. desember 2010 12:00 dan til dalvíkur Björn Snorrason hefur mikinn áhuga á að fá Dan Bornstein til Dalvíkur að flytja fyrirlestur um Android-símastýrikerfið. Bornstein ber ábyrgð á Dalvik Java-sýndarvélinni sem er innbyggð í kerfið. „Við ætlum að fá hann til að koma – við erum að spá í næstu fiskidaga. Þá eru flestir hérna. Ég trúi ekki öðru en að margir hafi áhuga á að hlusta á hann,“ segir Björn Snorrason, framkvæmdastjóri Dalpay og varamaður í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur nafni Dalvíkur verið dreift í 60 milljónir farsíma um allan heim. Þó ekki með snjöllu markaðsbragði, heldur sem nafn á svokallaðri Java-sýndarvél sem er innbyggð í Android-farsímastýrikerfinu frá Google. Hugbúnaðarverkfræðingurinn Dan Bornstein skrifaði Dalvik Java-sýndarvélina, en hann hefur mikinn áhuga á bænum og hefur komið þangað einu sinni. Björn hefur áhuga á að fá hann aftur til Dalvíkur til að halda fyrirlestur. „Hann hefur verið með fyrirlestra um Android og við ætluðum að fá hann til að vera með strípaða útgáfu á mannamáli,“ segir Björn, sem á einnig sæti í atvinnumálanefnd sveitarfélagsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Bornstein mikinn áhuga á að heimsækja Dalvík á ný. Hann er einnig liðtækur plötusnúður þannig að Björn veltir fyrir sér hvort hann slái upp balli í leiðinni. Fyrsta skrefið væri þó að fá hann til bæjarins á ný. „Ég hætti ekki fyrr en hann kemur,“ segir Björn að lokum. - afb Lífið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
„Við ætlum að fá hann til að koma – við erum að spá í næstu fiskidaga. Þá eru flestir hérna. Ég trúi ekki öðru en að margir hafi áhuga á að hlusta á hann,“ segir Björn Snorrason, framkvæmdastjóri Dalpay og varamaður í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur nafni Dalvíkur verið dreift í 60 milljónir farsíma um allan heim. Þó ekki með snjöllu markaðsbragði, heldur sem nafn á svokallaðri Java-sýndarvél sem er innbyggð í Android-farsímastýrikerfinu frá Google. Hugbúnaðarverkfræðingurinn Dan Bornstein skrifaði Dalvik Java-sýndarvélina, en hann hefur mikinn áhuga á bænum og hefur komið þangað einu sinni. Björn hefur áhuga á að fá hann aftur til Dalvíkur til að halda fyrirlestur. „Hann hefur verið með fyrirlestra um Android og við ætluðum að fá hann til að vera með strípaða útgáfu á mannamáli,“ segir Björn, sem á einnig sæti í atvinnumálanefnd sveitarfélagsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Bornstein mikinn áhuga á að heimsækja Dalvík á ný. Hann er einnig liðtækur plötusnúður þannig að Björn veltir fyrir sér hvort hann slái upp balli í leiðinni. Fyrsta skrefið væri þó að fá hann til bæjarins á ný. „Ég hætti ekki fyrr en hann kemur,“ segir Björn að lokum. - afb
Lífið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira