Fjármagn flæðir út úr Evrópu á methraða 1. febrúar 2010 10:37 Fjárfestar eru að draga fé sitt út úr Evrópu á methraða á sama tíma og seðlabankar draga úr evrukaupum sínum. Þetta þýðir að evran sem gjalderyisforðamynt er langt frá því að fella dollarann úr sessi.Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg-fréttaveitunni um málið segir að á síðasta ári hafi fyrrgreindir aðilar fyllt hirslur sínar af evrum. Það var sökum þess að greinendur töldu að seðlabankar myndu gera alvöru úr hótunum sínum um að skipta dollaranum út fyrir evruna sem gjaldeyrisforðamynt.Viðsnúningur á stöðunni er einkum tilkominn vegna fjárhagsvandræða Grikklands og ótta fjárfesta um að gríska ríkið lendi í greiðslufalli. Slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir evruna. Um helgina var haft eftir ofurfjárfestinum George Soros að engin raunhæfur kostur væri í boði í staðinn fyrir dollarann sem gjaldeyrisforðamynt.Geoffrey Yu greinandi hjá svissneska bankanum UBS segir að fjárfestar hafi hafnað evrópskum hlutabréfum fyrir önnur bréf samfellt undanfarnar 19 vikur. Þetta hafi „greinilega skaðað evruna" þar sem um 13 milljarðar evra hafi horfið af markaðinum. Samhliða þessu sýna upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að seðlabankar kaupi nú jafnmikið af evrum og dollurum. Frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs og til áramóta keyptu þeir hinsvegar meir af evrum en dollurum.Greinendur telja að evran muni gefa enn meira eftir gagnvart dollaranum en orðið er. Gengi evrunnar gagnvart dollar hefur ekki verið veikara í sjö mánuði en það stendur nú í tæpum 1,4 dollurum fyrir evruna.Á Bloomberg kemur fram að skuldatryggingaálag Evrópuríkja sýni þessa þróun. Á ríkisskuldabréfum 15 Evrópuríkja er álagið nú að meðaltali rúmlega 91 punktur sem er tvöföldun frá því í september á síðasta ári.Álagið fyrir ríki á borð við Ísland, Portúgal, Frakkland. Grikkland og Þýskaland hafi hækkað um 55% frá áramótum að meðaltali. Grikkland er nú með hæsta álagið af þróuðu ríkjunum eða 400 punkta. Álagið á Íslandi er hinsvegar það hæsta í Evrópu eða 660 punktar en það fór yfir 700 punkta í síðustu viku. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjárfestar eru að draga fé sitt út úr Evrópu á methraða á sama tíma og seðlabankar draga úr evrukaupum sínum. Þetta þýðir að evran sem gjalderyisforðamynt er langt frá því að fella dollarann úr sessi.Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg-fréttaveitunni um málið segir að á síðasta ári hafi fyrrgreindir aðilar fyllt hirslur sínar af evrum. Það var sökum þess að greinendur töldu að seðlabankar myndu gera alvöru úr hótunum sínum um að skipta dollaranum út fyrir evruna sem gjaldeyrisforðamynt.Viðsnúningur á stöðunni er einkum tilkominn vegna fjárhagsvandræða Grikklands og ótta fjárfesta um að gríska ríkið lendi í greiðslufalli. Slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir evruna. Um helgina var haft eftir ofurfjárfestinum George Soros að engin raunhæfur kostur væri í boði í staðinn fyrir dollarann sem gjaldeyrisforðamynt.Geoffrey Yu greinandi hjá svissneska bankanum UBS segir að fjárfestar hafi hafnað evrópskum hlutabréfum fyrir önnur bréf samfellt undanfarnar 19 vikur. Þetta hafi „greinilega skaðað evruna" þar sem um 13 milljarðar evra hafi horfið af markaðinum. Samhliða þessu sýna upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að seðlabankar kaupi nú jafnmikið af evrum og dollurum. Frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs og til áramóta keyptu þeir hinsvegar meir af evrum en dollurum.Greinendur telja að evran muni gefa enn meira eftir gagnvart dollaranum en orðið er. Gengi evrunnar gagnvart dollar hefur ekki verið veikara í sjö mánuði en það stendur nú í tæpum 1,4 dollurum fyrir evruna.Á Bloomberg kemur fram að skuldatryggingaálag Evrópuríkja sýni þessa þróun. Á ríkisskuldabréfum 15 Evrópuríkja er álagið nú að meðaltali rúmlega 91 punktur sem er tvöföldun frá því í september á síðasta ári.Álagið fyrir ríki á borð við Ísland, Portúgal, Frakkland. Grikkland og Þýskaland hafi hækkað um 55% frá áramótum að meðaltali. Grikkland er nú með hæsta álagið af þróuðu ríkjunum eða 400 punkta. Álagið á Íslandi er hinsvegar það hæsta í Evrópu eða 660 punktar en það fór yfir 700 punkta í síðustu viku.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent