Svona á að gera það Elísabet Brekkan skrifar 10. nóvember 2010 07:00 Gilitrutt í Borgarnesi. Leikhús Gilitrutt Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Leikgerð, brúðugerð, leikmyndahönnun og tónlist: Bernd Ogrodnik. Í Brúðuheimum niðri við Brákarsund í Borgarnesi opnast ævintýraheimur þar sem agnarlitlar kindur verða að stórum fjárhópum á fjalli. Bernd Ogrodnik semur, leikur, spilar, tálgar, smíðar og hefur eins ofið þá heillandi mynd sem gengið er inn í. Leikið er í Brúðuheimum, sem áður voru pakkhús. Þetta er óður til Íslands, en þetta er líka óður til barna og virðing fyrir þeim. Það vill því miður brenna við að ungviðið sitji varnarlaust fyrir framan æpandi og skrækjandi teiknimyndafígúrur í sjónvarpinu, hér var eins og sú gerviveröld hefði aldrei verið til. Tónar og hljóð úr náttúrunni sjálfri fleygðu ímyndunarafli áhorfenda af stað. Grasið með sínum gulu og brúnu litatónum var eins og það hefði vaxið þarna sjálft úr þæfðri ullinni. Söguna um húsfreyjuna sem var of löt til þess að vinna ullina og naut aðstoðar tröllskessunnar þekkja væntanlega allir. Hún hefur verið margoft sögð og með mismunandi áherslum. Hér var það birtan og ástin sem var í fyrirrúmi. Freyja og Jón heita þau og flytja nýgift inn í fallega bæinn í fallega dalnum með háum fjöllum, hraundröngum í fjarska og kúnni Skjöldu sem lætur reglulega í sér heyra og eins hinum dýrunum á bænum. Bernd Ogrodnik felur ekkert. Það sem gerist, þær hreyfingar og tilfærslur sem leikurinn býður upp á, er mjög vel sýnilegt og vafalítið mun einhver áhorfandinn búa sér til kindur sem hægt er að reka inn í fjárhús á bakka eða kannski reyna að smíða stórkostlegan farfuglaramma, en þetta var allt svo listilega gert að athygli smáfólksins var alger allan tímann. Því ber að fagna þegar unnið er af alúð og virðingu það efni sem borið er á borð fyrir börn. Gilitrutt sjálf, sem birtist fyrst um haustið og svo í sumarbyrjun eins og allir kannast við, er mátulega hræðileg. Það er mjög góð lending í lausninni. Húsfreyjan gerir sér sjálf grein fyrir því að þau verði að vinna saman og eftir að Gilitrutt er horfin eru þau ennþá góð og ástfangin og framundan góðir dagar í fallegri sveit. Sagan hefur oft verið túlkuð þannig að húsbóndinn væri fremur fúll og þar með framtíðarsýn húsfreyju ekki mjög fýsileg en hér var það ástin og birtan sem var í fyrirrúmi. Minningin um fallegt sumar með öllum fuglahljóðunum og tónum tærra lækja er umgjörðin. En það var ekki bara sumar í þessu ævintýri, það leið kaldur og erfiður vetur líka. Þegar Bernd birtist með snjóstrangann og breiðir ullinni yfir túnin og fyrir framan bæjarhlaðið hefur vafalítið einhverjum komið til hugar að einmitt svona hljóti guð að gera á nóttinni þegar snjórinn er búinn til. Hápunktur sýningarinnar var þó þegar allir tóku undir og voru farnir að leika kindur eða hunda þegar Jón húsbóndi var að reka heim fé sitt. Þetta var ein samfelld hugljúf mynd með mörgum skondnum augnablikum og þær leikrænu og hagnýtu lausnir sem fyrir augu bar munu áhorfendur lengi muna og spekúlera í. Hver á sína sveit og minningar um sína fugla en samferðakona mín nefndi þá sveit sem hún þekkir best og þekkti strax hrossagaukinn, sem var oft svo nálægur án þess að sjást. Allir sem hér hafa komið að verki eiga ekki aðeins hrós skilið heldur einnig þakkir fyrir að muna að þetta er nálgunin, þetta er aðferðin, þetta er sú virðing sem sýna á börnum sem eru í mótun. Á heimleiðinni sagði sú stutta „mér fannst samt held ég hænurnar skemmtilegastar og snjórinn". Niðurstaða: Hugljúf og fyndin sýning sem bregður upp eftirminnilegum myndum og gefur öllum sem sáu eitthvað til að spekúlera í. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Gilitrutt Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Leikgerð, brúðugerð, leikmyndahönnun og tónlist: Bernd Ogrodnik. Í Brúðuheimum niðri við Brákarsund í Borgarnesi opnast ævintýraheimur þar sem agnarlitlar kindur verða að stórum fjárhópum á fjalli. Bernd Ogrodnik semur, leikur, spilar, tálgar, smíðar og hefur eins ofið þá heillandi mynd sem gengið er inn í. Leikið er í Brúðuheimum, sem áður voru pakkhús. Þetta er óður til Íslands, en þetta er líka óður til barna og virðing fyrir þeim. Það vill því miður brenna við að ungviðið sitji varnarlaust fyrir framan æpandi og skrækjandi teiknimyndafígúrur í sjónvarpinu, hér var eins og sú gerviveröld hefði aldrei verið til. Tónar og hljóð úr náttúrunni sjálfri fleygðu ímyndunarafli áhorfenda af stað. Grasið með sínum gulu og brúnu litatónum var eins og það hefði vaxið þarna sjálft úr þæfðri ullinni. Söguna um húsfreyjuna sem var of löt til þess að vinna ullina og naut aðstoðar tröllskessunnar þekkja væntanlega allir. Hún hefur verið margoft sögð og með mismunandi áherslum. Hér var það birtan og ástin sem var í fyrirrúmi. Freyja og Jón heita þau og flytja nýgift inn í fallega bæinn í fallega dalnum með háum fjöllum, hraundröngum í fjarska og kúnni Skjöldu sem lætur reglulega í sér heyra og eins hinum dýrunum á bænum. Bernd Ogrodnik felur ekkert. Það sem gerist, þær hreyfingar og tilfærslur sem leikurinn býður upp á, er mjög vel sýnilegt og vafalítið mun einhver áhorfandinn búa sér til kindur sem hægt er að reka inn í fjárhús á bakka eða kannski reyna að smíða stórkostlegan farfuglaramma, en þetta var allt svo listilega gert að athygli smáfólksins var alger allan tímann. Því ber að fagna þegar unnið er af alúð og virðingu það efni sem borið er á borð fyrir börn. Gilitrutt sjálf, sem birtist fyrst um haustið og svo í sumarbyrjun eins og allir kannast við, er mátulega hræðileg. Það er mjög góð lending í lausninni. Húsfreyjan gerir sér sjálf grein fyrir því að þau verði að vinna saman og eftir að Gilitrutt er horfin eru þau ennþá góð og ástfangin og framundan góðir dagar í fallegri sveit. Sagan hefur oft verið túlkuð þannig að húsbóndinn væri fremur fúll og þar með framtíðarsýn húsfreyju ekki mjög fýsileg en hér var það ástin og birtan sem var í fyrirrúmi. Minningin um fallegt sumar með öllum fuglahljóðunum og tónum tærra lækja er umgjörðin. En það var ekki bara sumar í þessu ævintýri, það leið kaldur og erfiður vetur líka. Þegar Bernd birtist með snjóstrangann og breiðir ullinni yfir túnin og fyrir framan bæjarhlaðið hefur vafalítið einhverjum komið til hugar að einmitt svona hljóti guð að gera á nóttinni þegar snjórinn er búinn til. Hápunktur sýningarinnar var þó þegar allir tóku undir og voru farnir að leika kindur eða hunda þegar Jón húsbóndi var að reka heim fé sitt. Þetta var ein samfelld hugljúf mynd með mörgum skondnum augnablikum og þær leikrænu og hagnýtu lausnir sem fyrir augu bar munu áhorfendur lengi muna og spekúlera í. Hver á sína sveit og minningar um sína fugla en samferðakona mín nefndi þá sveit sem hún þekkir best og þekkti strax hrossagaukinn, sem var oft svo nálægur án þess að sjást. Allir sem hér hafa komið að verki eiga ekki aðeins hrós skilið heldur einnig þakkir fyrir að muna að þetta er nálgunin, þetta er aðferðin, þetta er sú virðing sem sýna á börnum sem eru í mótun. Á heimleiðinni sagði sú stutta „mér fannst samt held ég hænurnar skemmtilegastar og snjórinn". Niðurstaða: Hugljúf og fyndin sýning sem bregður upp eftirminnilegum myndum og gefur öllum sem sáu eitthvað til að spekúlera í.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira