Óvissa ríkir um hvort þingmenn Öldungadeildar Bandaríkjaþings staðfesti val á Ben Bernanke sem seðlabankastjóra Bandaríkjanna.
Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir stuðningi við Bernanke. Tveir demókratar í öldungadeildinni sögðu hins vegar í gær að þeir myndu leggjast gegn útnefningu Bernankes í embættið.
Reuters fréttastofan segir að áhyggjur af atvinnumarkaðnum í Bandaríkjunum og reiði vegna hlutabréfamarkaðarins á Wall Street hafi leitt til þess að öldungadeildarþingmenn sem sjá fram á þingkosningar í nóvember beini sjónum sínum að seðlabankanum.
Ben Bernanke hefur gegnt embætti seðlabankastjóra frá árinu 2006 en skipunartímabili hans lýkur þann 31. janúar næstkomandi.
Óvissa um framtíð Bernankes
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent



Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu
Viðskipti innlent


Ríkið eignast hlut í Norwegian
Viðskipti erlent

Svandís tekur við Fastus lausnum
Viðskipti innlent