Hönnunin rataði á síður Vogue 11. desember 2010 18:00 Hönnun Sunnu Daggar birtist á síðum Vogue Bambini á dögunum. Fréttablaðið/Anton „Nú fara Ítalirnir vonandi að taka línuna inn í sínar búðir," segir fatahönnuðurinn Sunna Dögg Ásgeirsdóttir. Hluti úr nýjustu fatalínu hennar birtist í ítalska barnablaði Vogue á dögunum, Vogue Bambini. Sunna Dögg framleiðir undir merkinu Sunbird en það er aðeins eitt og hálft ár síðan hún byrjaði að hanna undir því merki. Sunna hafði áður unnið fyrir Nikita og Hagkaup, en þar var hún með fatalínu undir eigin nafni. „Ég var að stílisera myndaþátt hér í sumar fyrir Vogue Bambini og fékk að setja eitthvað úr minni línu með," segir Sunna. Tímaritið er selt víðs vegar um heiminn og er þetta því mikil viðurkenning fyrir Sunnu. „Þetta er allavega geðveik auglýsing," segir Sunna og hlær. Hún segir að Sunbird-línan hafi birst í fleiri erlendum tímaritum og bloggum svo ljóst er að hönnunin vekur athygli víða. „Fólk virðist vera að taka eftir þessu. Ég miða við að fötin sem ég hanna séu þægileg en samt töff. Einnig hanna ég mikið á stráka, en oft er ekki lagt jafn mikið upp úr strákafötum eins og stelpufötum," segir Sunna, en hægt er að nálgast Sunbird-línuna í Mýrinni, Rumputuska, Bíbí og blaka og Fiðrildinu.- ka Facebook-síða Sunbird. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Nú fara Ítalirnir vonandi að taka línuna inn í sínar búðir," segir fatahönnuðurinn Sunna Dögg Ásgeirsdóttir. Hluti úr nýjustu fatalínu hennar birtist í ítalska barnablaði Vogue á dögunum, Vogue Bambini. Sunna Dögg framleiðir undir merkinu Sunbird en það er aðeins eitt og hálft ár síðan hún byrjaði að hanna undir því merki. Sunna hafði áður unnið fyrir Nikita og Hagkaup, en þar var hún með fatalínu undir eigin nafni. „Ég var að stílisera myndaþátt hér í sumar fyrir Vogue Bambini og fékk að setja eitthvað úr minni línu með," segir Sunna. Tímaritið er selt víðs vegar um heiminn og er þetta því mikil viðurkenning fyrir Sunnu. „Þetta er allavega geðveik auglýsing," segir Sunna og hlær. Hún segir að Sunbird-línan hafi birst í fleiri erlendum tímaritum og bloggum svo ljóst er að hönnunin vekur athygli víða. „Fólk virðist vera að taka eftir þessu. Ég miða við að fötin sem ég hanna séu þægileg en samt töff. Einnig hanna ég mikið á stráka, en oft er ekki lagt jafn mikið upp úr strákafötum eins og stelpufötum," segir Sunna, en hægt er að nálgast Sunbird-línuna í Mýrinni, Rumputuska, Bíbí og blaka og Fiðrildinu.- ka Facebook-síða Sunbird.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira