Ekki meiri pressa á Vettel á heimavelli 21. júlí 2010 10:44 Vettel keyrði á sýningu á heimaslóðum sínum í Heppenheim í Þýskalandi á dögunum. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna. Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna.
Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira