Óttinn er kominn aftur, rautt í öllum kauphöllum 5. febrúar 2010 10:06 Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. Bill Gross líkir stöðunni nú við upphaf undirmálslána-kreppunnar. Í viðtali við CNBC stöðina segir hann að umfang óttans meðal fjárfesta sé að vísu ekki jafnmikið og í kjölfar undirmálslána-kreppunnar en hægt sé að finna sameiginlega punkta í stöðunni nú og þá. Bill Gross er stofnandi Pimco, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heimsins og hann er forstjóri Total Return sem er stærsti skuldabréfasjóður heimsins. Það sem liggur að baki óttans nú að mati Gross er annarsvegar slæmar tölur frá bandaríska vinnumarkaðinum og hinsvegar vaxandi áhyggjur af skuldastöðu ríkjanna í Suður-Evrópu. „Alþjóðamarkaðir hafa á síðasta ári verið keyrðir áfram af lánapólitík ríkisstjórna og seðlabanka. Nú erum við byrjaðir að setja spurningamerki við markaðsverðmæti þeirra hlutabréfa sem hafa hækkað á grunni þessarar stefnu," segir Gross. Gross bendir á að eftir að undirmálslána-kreppan hófst hélst verðmæti hlutabréfa hátt langt fram á árið 2008 þegar svo allt hrundi þá um haustið. Hugsanlega sé hið sama að gerast að nýju. Allavega bendir Gross á að vogunarsjóðir séu í auknum mæli hættir að endurlána fé sem þeir hafa sjálfir tekið að láni á lágum vöxtum. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. Bill Gross líkir stöðunni nú við upphaf undirmálslána-kreppunnar. Í viðtali við CNBC stöðina segir hann að umfang óttans meðal fjárfesta sé að vísu ekki jafnmikið og í kjölfar undirmálslána-kreppunnar en hægt sé að finna sameiginlega punkta í stöðunni nú og þá. Bill Gross er stofnandi Pimco, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heimsins og hann er forstjóri Total Return sem er stærsti skuldabréfasjóður heimsins. Það sem liggur að baki óttans nú að mati Gross er annarsvegar slæmar tölur frá bandaríska vinnumarkaðinum og hinsvegar vaxandi áhyggjur af skuldastöðu ríkjanna í Suður-Evrópu. „Alþjóðamarkaðir hafa á síðasta ári verið keyrðir áfram af lánapólitík ríkisstjórna og seðlabanka. Nú erum við byrjaðir að setja spurningamerki við markaðsverðmæti þeirra hlutabréfa sem hafa hækkað á grunni þessarar stefnu," segir Gross. Gross bendir á að eftir að undirmálslána-kreppan hófst hélst verðmæti hlutabréfa hátt langt fram á árið 2008 þegar svo allt hrundi þá um haustið. Hugsanlega sé hið sama að gerast að nýju. Allavega bendir Gross á að vogunarsjóðir séu í auknum mæli hættir að endurlána fé sem þeir hafa sjálfir tekið að láni á lágum vöxtum.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira