Hvar stendur íslenska umhverfismerkið í sjávarútvegi? 28. október 2010 22:26 Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar Skroll-Fréttir Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar
Skroll-Fréttir Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira