Atli bjóst ekki við ákærum 30. september 2010 04:00 Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram. „Ég átti satt best að segja von á því að allar tillögurnar yrðu felldar, þótt ég hafi rennt grun í á mánudegi og þriðjudegi að það myndu skipast veður í lofti með Geir vegna einhverra undirmála sem ég skynjaði en festi ekki hönd á. En svo gerðist það ekki og þá urðu sjálfstæðismenn ótrúlega reiðir, og ég spyr mig: Af hverju urðu þeir svona reiðir? Áttu þeir von á annarri niðurstöðu? Var búið að víla og díla um eitthvað annað? Þessi ótrúlega reiði kom mér á óvart. Þeir töluðu eins og einhverjir hefðu hlaupið frá borði í einhverju samkomulagi," segir Atli. Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann. „Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá." Atli segir ummæli Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf hans og nefndarinnar ómakleg. „Ég þoli alveg að það sé hraunað yfir mig en ég er ekki sérstaklega hress þegar það er verið að hrauna yfir þá sem hafa verið að vinna fyrir nefndina, sérfræðinga og aðra." Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er sestur aftur á þing en hann tók sér tímabundið leyfi með hann beið niðurstöðu þingmannanefndarinnar. - sh, bj Alþingi Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram. „Ég átti satt best að segja von á því að allar tillögurnar yrðu felldar, þótt ég hafi rennt grun í á mánudegi og þriðjudegi að það myndu skipast veður í lofti með Geir vegna einhverra undirmála sem ég skynjaði en festi ekki hönd á. En svo gerðist það ekki og þá urðu sjálfstæðismenn ótrúlega reiðir, og ég spyr mig: Af hverju urðu þeir svona reiðir? Áttu þeir von á annarri niðurstöðu? Var búið að víla og díla um eitthvað annað? Þessi ótrúlega reiði kom mér á óvart. Þeir töluðu eins og einhverjir hefðu hlaupið frá borði í einhverju samkomulagi," segir Atli. Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann. „Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá." Atli segir ummæli Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf hans og nefndarinnar ómakleg. „Ég þoli alveg að það sé hraunað yfir mig en ég er ekki sérstaklega hress þegar það er verið að hrauna yfir þá sem hafa verið að vinna fyrir nefndina, sérfræðinga og aðra." Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er sestur aftur á þing en hann tók sér tímabundið leyfi með hann beið niðurstöðu þingmannanefndarinnar. - sh, bj
Alþingi Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira