Fram kemur að fjöldinn hefur meir en tvöfaldast frá árinu 2008. Eins og áður hefur komið fram í fréttum voru gjaldþrot banka í Bandaríkjunum meða mesta móti á síðasta ári eða hátt í 200 talsins. Í flestum tilvikum var um að ræða litla eða meðalstóra banka með starfsemi innan eins af ríkjum Bandaríkjanna.
Sheila Bair forstjóri FDIC sagði í vikunni að bandarískir bankar hefðu dregið úr lánastarfsemi sinni um 587 milljarða dollara eða 7,5% á síðasta ári. Þetta ætti einkum við um stóra banka sem starfa á landsvísu og hvatti Bair þá til að standa sig betur við að koma atvinnlífinu betur í gang eftir kreppuna.