Konungur kjánahrollsins 2. desember 2010 11:30 Snillingur? Leslie Nielsen fengi seint Óskarinn fyrir leik sinn sem Frank Drebin í Naked Gun-myndunum en honum tókst að fá fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. Nordic Photo/Getty Images Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira