Hamilton stefnir á tvo titla 30. maí 2010 20:26 Lewis Hamilton og Nicole Scherzinger fögnuðu sigriinum í Tyrklandi í dag. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton hjá McLaren vann óvæntan sigur í dag, eftir afhroð Red Bull liðsins, en ökumennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel óku hver á annan þegar þeir voru í fyrsta og öðru sæti. "Við börðumst af kappi við Red Bull og það var mjótt á munum. Við munum gera okkar til að vinna báða meistaratitlanna", sagði Hamilton eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. "Við höfum verið að elta Red Bull og það er mikið afrek að ná að keppa við þá. Liðin höfðu ólíkan styrkleika á þessari braut og við vissum ekki hvernig það myndi þróast. Við pressuðum þá og það er frábært að vinna tvöfalt." Hann sagði að gaman hefði verið að sjá slag Vettel og Webber sem endaði með ósköpum. "Þetta var eins og að horfa á þrívíddarmynd. Frábært og ég var í besta sætinu! Sebastian keyrir af öryggi, en hann komst innfyrir Mark, sem hélt línunni og gaf ekkert pláss. Það var engin ástæða fyrir Sebastian að beygja til hægri og þetta var óheppilegt fyrir þá, en heppilegt fyrir okkur", sagði Hamilton. Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren vann óvæntan sigur í dag, eftir afhroð Red Bull liðsins, en ökumennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel óku hver á annan þegar þeir voru í fyrsta og öðru sæti. "Við börðumst af kappi við Red Bull og það var mjótt á munum. Við munum gera okkar til að vinna báða meistaratitlanna", sagði Hamilton eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. "Við höfum verið að elta Red Bull og það er mikið afrek að ná að keppa við þá. Liðin höfðu ólíkan styrkleika á þessari braut og við vissum ekki hvernig það myndi þróast. Við pressuðum þá og það er frábært að vinna tvöfalt." Hann sagði að gaman hefði verið að sjá slag Vettel og Webber sem endaði með ósköpum. "Þetta var eins og að horfa á þrívíddarmynd. Frábært og ég var í besta sætinu! Sebastian keyrir af öryggi, en hann komst innfyrir Mark, sem hélt línunni og gaf ekkert pláss. Það var engin ástæða fyrir Sebastian að beygja til hægri og þetta var óheppilegt fyrir þá, en heppilegt fyrir okkur", sagði Hamilton.
Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira