Útlendingar kvíða Kötlugosi Óli Tynes skrifar 16. apríl 2010 18:56 Öngþveiti ríkir í samgöngum í Evrópu. Flugmálayfirvöld gera ekki ráð fyrir að flug komist í eðlilegt horf fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Menn eru þegar farnir að kvíða fyrir Kötlugosi. Ferðaáætlanir milljóna manna um allan heim eru enn í uppnámi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þúsundir flugvéla bíða á flugvöllum og ástandið versnar auðvitað með hverjum deginum sem líður. Gosið er því enn með fyrstu fréttum í fjölmiðlum. Sumir flugvellir eru mannlausir aðrir troðfullir af fólki. Mikill fjöldi manna á í engin hús að venda þar sem hótel um alla Evrópu eru yfirfull. Flugmálayfirvöld fylgjast náið með ferli öskunnar og reyna að skjóta inn flugferðum þegar og þar sem færi gefst. Það er þó eins og dropi í hafið. Aska er farin að falla til jarðar í Noregi og í Danmörku telja fjónbúar sig finna brennisteinsfnyk alla leið frá Íslandi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur ráðlagt Evrópubúum að halda sig innan dyra þegar og ef askan byrjar að falla. Erlendir fjölmiðlar gera lítið til að hugga sitt fólk. Því er sagt að á Íslandi sé til eldfjall sem heiti Katla. Og ef það haldi að ástandið sé slæmt núna skuli það bara bíða þartil Katlar fer af stað. Það er svo kaldhæðni örlaganna að flugvellirnir bæði í Reykjavík og Keflavík eru opnir. Tafir sem hafa orðið á flugi til og frá Íslandi eru vegna flugvalla sem eru opnir erlendis. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira
Öngþveiti ríkir í samgöngum í Evrópu. Flugmálayfirvöld gera ekki ráð fyrir að flug komist í eðlilegt horf fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Menn eru þegar farnir að kvíða fyrir Kötlugosi. Ferðaáætlanir milljóna manna um allan heim eru enn í uppnámi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þúsundir flugvéla bíða á flugvöllum og ástandið versnar auðvitað með hverjum deginum sem líður. Gosið er því enn með fyrstu fréttum í fjölmiðlum. Sumir flugvellir eru mannlausir aðrir troðfullir af fólki. Mikill fjöldi manna á í engin hús að venda þar sem hótel um alla Evrópu eru yfirfull. Flugmálayfirvöld fylgjast náið með ferli öskunnar og reyna að skjóta inn flugferðum þegar og þar sem færi gefst. Það er þó eins og dropi í hafið. Aska er farin að falla til jarðar í Noregi og í Danmörku telja fjónbúar sig finna brennisteinsfnyk alla leið frá Íslandi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur ráðlagt Evrópubúum að halda sig innan dyra þegar og ef askan byrjar að falla. Erlendir fjölmiðlar gera lítið til að hugga sitt fólk. Því er sagt að á Íslandi sé til eldfjall sem heiti Katla. Og ef það haldi að ástandið sé slæmt núna skuli það bara bíða þartil Katlar fer af stað. Það er svo kaldhæðni örlaganna að flugvellirnir bæði í Reykjavík og Keflavík eru opnir. Tafir sem hafa orðið á flugi til og frá Íslandi eru vegna flugvalla sem eru opnir erlendis.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira