Sigurpáll: Völlurinn skilur að þá góðu og þá villtu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. júlí 2010 10:15 Birgir Leifur vippar í gær. Mynd/Valur Jónatansson Birgir Leifur Hafþórsson leiðir enn Íslandsmótið í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli um helgina. Hann lék á einu höggi yfir pari í gær en er með tveggja högga forystu á Heiðar Davíð Bragason og Sigmund Einar Másson. Sigurpáll Geir Sveinsson er skammt frá efstu mönnum, hann er samtals á fjórum yfir pari. „Ég byrjaði vel, var öruggur í púttunum og þetta rúllaði með mér. Svo fékk ég tvo skolla á fyrri níu eftir að hafa verið þrjá undir eftir fjórar holur. Svo snerist vindurinn, það var eins og það væri hliðarvindur í öllum höggunum hjá mér og þá missti ég sjálfstraustið fyrir þessu,“ sagði Sigurpáll. „Ég gaf óþarflega mikið eftir og það var algjör óþarfi að fá sex skolla á seinni níu, ég var ekki að spila svo illa. Ég var aldrei í teljandi vandræðum eða að fá á mig víti. Ég var bara að vippa illa og pútta of stutt,“ sagði Sigurpáll sem hefur ekki æft mikið í sumar. „Ég er bara brattur fyrir framhaldinu, ég get ekki annað en verið sáttur með stöðuna. Það er frábært að fá smá vætu í völlinn til að geta slegið betur inn á flatirnar. En auðvitað vill maður alltaf gera betur,“ sagði Sigurpáll sem er ánægður með völlinn. „Hann er bara þannig að ef þú slærð slæmt högg refsar hann strax. Völlurinn skilur þá góðu frá hinum villtu,“ sagði Sigurpáll. Veðrið í gær lék nokkra kylfinga grátt en Sigurpáll kvartar ekki. „Það var allt í lagi með veðrið miðað við spánna. Það var reyndar stífur vindur og frekar leiðinlegur hliðarvindur. En þetta var miklu betra en menn þorðu að vona,“ sagði kylfingurinn en veðurspáin fyrir daginn í dag er betri. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson leiðir enn Íslandsmótið í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli um helgina. Hann lék á einu höggi yfir pari í gær en er með tveggja högga forystu á Heiðar Davíð Bragason og Sigmund Einar Másson. Sigurpáll Geir Sveinsson er skammt frá efstu mönnum, hann er samtals á fjórum yfir pari. „Ég byrjaði vel, var öruggur í púttunum og þetta rúllaði með mér. Svo fékk ég tvo skolla á fyrri níu eftir að hafa verið þrjá undir eftir fjórar holur. Svo snerist vindurinn, það var eins og það væri hliðarvindur í öllum höggunum hjá mér og þá missti ég sjálfstraustið fyrir þessu,“ sagði Sigurpáll. „Ég gaf óþarflega mikið eftir og það var algjör óþarfi að fá sex skolla á seinni níu, ég var ekki að spila svo illa. Ég var aldrei í teljandi vandræðum eða að fá á mig víti. Ég var bara að vippa illa og pútta of stutt,“ sagði Sigurpáll sem hefur ekki æft mikið í sumar. „Ég er bara brattur fyrir framhaldinu, ég get ekki annað en verið sáttur með stöðuna. Það er frábært að fá smá vætu í völlinn til að geta slegið betur inn á flatirnar. En auðvitað vill maður alltaf gera betur,“ sagði Sigurpáll sem er ánægður með völlinn. „Hann er bara þannig að ef þú slærð slæmt högg refsar hann strax. Völlurinn skilur þá góðu frá hinum villtu,“ sagði Sigurpáll. Veðrið í gær lék nokkra kylfinga grátt en Sigurpáll kvartar ekki. „Það var allt í lagi með veðrið miðað við spánna. Það var reyndar stífur vindur og frekar leiðinlegur hliðarvindur. En þetta var miklu betra en menn þorðu að vona,“ sagði kylfingurinn en veðurspáin fyrir daginn í dag er betri.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira