Skrásetur lífsgleði á filmu 19. ágúst 2010 07:00 Með myndavél að vopni Jóhannes Kjartansson gefur út ljósmyndabókina Joi de vivre en hann hefur verið að taka myndir af fólki síðan árið 2005. Ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Jóhannes Kjartansson gefur út ljósmyndabók. Í bókinni er að finna 500 myndir en Jói, eins og hann er kallaður, hefur verið að skrásetja lífið á filmu síðan árið 2005. Bókin ber nafnið Joi de vivre; orðaleikur úr franska orðtakinu Joie de vivre eða Lífsgleði á íslensku. „Með útgáfu bókarinnar er ég að sameina starf mitt sem grafískur hönnuður og ljósmyndaáhugamál mitt,“ segir Jóhannes Kjartansson eða Jói eins og hann oftast er kallaður. Flestir hafa séð Jóa bregða fyrir niður í bæ með myndavélina í buxnastrengnum. Jói hefur það mottó sem ljósmyndari að best sé að taka myndir af fólki þegar það væntir þess minnst og sú speki endurspeglast í myndum hans. Hann stendur sjálfur að útgáfu bókarinnar Joi de vivre sem kemur út á laugardaginn en hún inniheldur 500 ljósmyndir, átta myndir frá hverjum mánuði síðan 2005. „Árið 2005 byrjaði ég að taka svona „snapshot“ myndir af fólki og öðru sem vakti athygli mína,“ segir Jói en hann telur bókina vera ágætis heimild um landið og samfélagið enda hefur það tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum. „Borgarlandslag heillar mig meira en landslagsmyndir og á lúmskan hátt held ég að myndirnar í bókinni lýsi góðærinu, kreppunni og svo þessu „post“ krepputímabili sem við erum á núna ágætlega,“ segir Jói en hann tekur allar sínar myndir á filmu. Jói gefur út bókina sjálfur og hefur bara fá eintök til að byrja með. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta gengur og svo kannski hafa samband við einhver bókaforlög ef vel gengur.“ Útgáfufögnuður og ljósmyndasýning verður haldin í húsakynnum verslunarinnar KronKron á Laugavegi 63b á laugardaginn klukkan 16.00. alfrun@frettabladid.is Tískuljósmyndun „Ég mynda stundum nýju fötin keisarans hans Munda. Hér hífðum við ofurfyrirsætuna Brynju Jónbjarnardóttur upp í krana. Það var lítið mál, enda eru módel sjaldan yfir kjörþyngd.“. Fréttablaðið/jói kjartans Guð blessi ísland „Þann 6. október 2008 má segja að það hafi verið algjör andstæða við starfsmannapartý í vinnunni.“ Fréttablaðið/jóikjartans Bruninn á Lækjartorgi „Það er ekki víst að Hannes Hafstein hefði lagt blessun sína yfir risabrunann við Lækjartorg.“ Fréttablaðið/jóikjartans Lífið Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira
Ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Jóhannes Kjartansson gefur út ljósmyndabók. Í bókinni er að finna 500 myndir en Jói, eins og hann er kallaður, hefur verið að skrásetja lífið á filmu síðan árið 2005. Bókin ber nafnið Joi de vivre; orðaleikur úr franska orðtakinu Joie de vivre eða Lífsgleði á íslensku. „Með útgáfu bókarinnar er ég að sameina starf mitt sem grafískur hönnuður og ljósmyndaáhugamál mitt,“ segir Jóhannes Kjartansson eða Jói eins og hann oftast er kallaður. Flestir hafa séð Jóa bregða fyrir niður í bæ með myndavélina í buxnastrengnum. Jói hefur það mottó sem ljósmyndari að best sé að taka myndir af fólki þegar það væntir þess minnst og sú speki endurspeglast í myndum hans. Hann stendur sjálfur að útgáfu bókarinnar Joi de vivre sem kemur út á laugardaginn en hún inniheldur 500 ljósmyndir, átta myndir frá hverjum mánuði síðan 2005. „Árið 2005 byrjaði ég að taka svona „snapshot“ myndir af fólki og öðru sem vakti athygli mína,“ segir Jói en hann telur bókina vera ágætis heimild um landið og samfélagið enda hefur það tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum. „Borgarlandslag heillar mig meira en landslagsmyndir og á lúmskan hátt held ég að myndirnar í bókinni lýsi góðærinu, kreppunni og svo þessu „post“ krepputímabili sem við erum á núna ágætlega,“ segir Jói en hann tekur allar sínar myndir á filmu. Jói gefur út bókina sjálfur og hefur bara fá eintök til að byrja með. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta gengur og svo kannski hafa samband við einhver bókaforlög ef vel gengur.“ Útgáfufögnuður og ljósmyndasýning verður haldin í húsakynnum verslunarinnar KronKron á Laugavegi 63b á laugardaginn klukkan 16.00. alfrun@frettabladid.is Tískuljósmyndun „Ég mynda stundum nýju fötin keisarans hans Munda. Hér hífðum við ofurfyrirsætuna Brynju Jónbjarnardóttur upp í krana. Það var lítið mál, enda eru módel sjaldan yfir kjörþyngd.“. Fréttablaðið/jói kjartans Guð blessi ísland „Þann 6. október 2008 má segja að það hafi verið algjör andstæða við starfsmannapartý í vinnunni.“ Fréttablaðið/jóikjartans Bruninn á Lækjartorgi „Það er ekki víst að Hannes Hafstein hefði lagt blessun sína yfir risabrunann við Lækjartorg.“ Fréttablaðið/jóikjartans
Lífið Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira