Breska söngkonan Lily Allen er forsíðustúlka ágústheftis tískutímaritsins Elle og segir meðal annars frá því hvernig hún kynntist tískuhönnuðinum Karl Lagerfeld.
„Ég var í veislu sem haldin var í gömlu íbúð Coco Chanel. Ég var mjög drukkin og týndist inni í þessari stóru íbúð og endaði með því að ráfa inn í risherbergi og þar sat Karl.
Ég fór hjá mér, bað hann afsökunar og ætlaði að fara en hann bauð mér inn. Við spjölluðum í svolitla stund og ég man að ég spurði hann út í skó sem hann hafði hannað fyrir haustlínuna árið 2009."
Söngkonan tilkynnti nýlega að hún ætli að segja skilið við sönginn í bili og gæti hún vel hugsað sér að eignast börn á næstu árum.