Upprennandi stórstjarna Trausti Júlíusson skrifar 24. nóvember 2010 06:00 Allt sem þú átt með Friðriki Dór. Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð. Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð.
Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira