Skúli: Tilraun sem mistókst 29. september 2010 12:10 Skúli Helgason. Lög um landsdóm eru meingölluð og niðurstaðan í gær sýnir að Alþingi ræður ekki við það verkefni að taka afstöðu til ráðherraábyrgðar. Þetta segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkspólitík hafi ráðið för við atkvæðagreiðslu hjá öllum þingflokkum nema Framsókn og Samfylkingu. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er eini ráðherrann sem verður dreginn fyrir landsdóm. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson verða hins vegar ekki ákærð þar sem ekki náðist meirihluti fyrir því á Alþingi í gær. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Aðspurður hvort sanngjarnt sé að ákæra Geir einan segist Skúli hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa farið í gegnum ákæruatriðin fyrir hvern og einn ráðherra og borið síðan saman við stöðu þeirra í ríkisstjórninni. Hann niðurstaða hafi verið sú að Geir hafi verið í lykilaðstöðu. Skúli telur að minni líkur en meiri hafi verið á sakfellingu í tilfelli hinna ráðherranna og því hafi hann ekki stutt tillögur um málshöfðun gegn þeim. Skúli segir að hins vegar ljóst að lög um landsdóm séu gölluð. Sú staðreynd að flokkslínur hafi greinilega verið ráðandi hjá meirihluta þingmanna, það er að segja hjá Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Hreyfingunni, sýni að menn hafi ekki getað hafið sig yfir flokkspólitík og tekið málefnalega afstöðu. „Að mínu mati mistókst þessi tilraun," segir Skúli. Landsdómur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Lög um landsdóm eru meingölluð og niðurstaðan í gær sýnir að Alþingi ræður ekki við það verkefni að taka afstöðu til ráðherraábyrgðar. Þetta segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkspólitík hafi ráðið för við atkvæðagreiðslu hjá öllum þingflokkum nema Framsókn og Samfylkingu. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er eini ráðherrann sem verður dreginn fyrir landsdóm. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson verða hins vegar ekki ákærð þar sem ekki náðist meirihluti fyrir því á Alþingi í gær. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Aðspurður hvort sanngjarnt sé að ákæra Geir einan segist Skúli hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa farið í gegnum ákæruatriðin fyrir hvern og einn ráðherra og borið síðan saman við stöðu þeirra í ríkisstjórninni. Hann niðurstaða hafi verið sú að Geir hafi verið í lykilaðstöðu. Skúli telur að minni líkur en meiri hafi verið á sakfellingu í tilfelli hinna ráðherranna og því hafi hann ekki stutt tillögur um málshöfðun gegn þeim. Skúli segir að hins vegar ljóst að lög um landsdóm séu gölluð. Sú staðreynd að flokkslínur hafi greinilega verið ráðandi hjá meirihluta þingmanna, það er að segja hjá Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Hreyfingunni, sýni að menn hafi ekki getað hafið sig yfir flokkspólitík og tekið málefnalega afstöðu. „Að mínu mati mistókst þessi tilraun," segir Skúli.
Landsdómur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira