Borgari elti bílþjóf og hélt honum föngnum 22. maí 2010 05:30 Bílþjófur í höndum Lögreglunnar Eftir tveggja vikna bíltúr á stolnum bíl var þjófurinn króaður af og lögreglan kom á vettvang og hafði piltinn á brott með sér á öruggan stað að vera á. „Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira