Stórir danskir bankar fjármagna glæpasamtök 27. janúar 2010 08:30 Fleiri af stærstu bönkum Danmerkur hafa lagt fjármagn í fasteignakaup og rekstur þekktra meðlima mótorhjóla/glæpasamtakana Hells Angels og Bandidos. Bankarnir hafa einkum verið duglegir að fjármagna klúbbhús þessara samtaka víða í landinu. Mikil umfjöllun hefur verið um fjármál og umfangsmikinn fyrirtækjarekstur Hells Angels og Bandidos í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Bæði lögreglan og skattayfirvöld standa fyrir umfangsmiklum rannsóknum á þessu fjármálastússi. Berlingske Business hefur rannsakað tengsl danskra banka við fyrrgreind samtök. Meðal annars hefur blaðið komist að því að Fiona Bank hefur lánað til höfuðstöðva Hells Angels hópsins Nomads á Amager og Danske Bank er fjárhagslegur bakhjarl Bandidos forsetans Jan Bachmann Nielsen og fyrirtækja í hans eigu. „Þótt erfitt sé að alhæfa er hægt að undrast að viðskiptageirinn blandar geði við fólk úr þessum samtökum," segir Kim Kliver í samtali við Berlingske en Kliver er forstjóri Dönsku rannsóknarmiðstöðvarinnar (Det Nationale Efterforskningcenter) sem kemur að rannsóknum bæði lögreglu og skattsins. „Það er óheppilegt að senda frá sér skilaboð sem gefa slíkum samskiptum viðurkenningarstimpil." Viðskiptum dönsku bankanna við Hells Angels og Bandidos má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða veð í húsnæði samtakanna gegn lánum til þeirra og í öðru lagi er um bein viðskipti við fyrirtæki þeirra að ræða. Yfirvöld benda hinsvegar á að það sé einkum fyrirtækjareksturinn sem sé notaður til peningaþvættis á gróða frá glæpastarfsemi eins og eiturlyfjaviðskiptum. Fram hefur komið að dönsk skattayfirvöld vinna að rannsókn sinni eftir svokölluðu Al Capone líkani. Glæpaforinginn Al Capone var með morð tuga manna á samviskunni en bandarískum yfirvöldum tókst fyrst að koma honum í fangelsi þegar þau gátu sannað á hann skattsvik. Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fleiri af stærstu bönkum Danmerkur hafa lagt fjármagn í fasteignakaup og rekstur þekktra meðlima mótorhjóla/glæpasamtakana Hells Angels og Bandidos. Bankarnir hafa einkum verið duglegir að fjármagna klúbbhús þessara samtaka víða í landinu. Mikil umfjöllun hefur verið um fjármál og umfangsmikinn fyrirtækjarekstur Hells Angels og Bandidos í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Bæði lögreglan og skattayfirvöld standa fyrir umfangsmiklum rannsóknum á þessu fjármálastússi. Berlingske Business hefur rannsakað tengsl danskra banka við fyrrgreind samtök. Meðal annars hefur blaðið komist að því að Fiona Bank hefur lánað til höfuðstöðva Hells Angels hópsins Nomads á Amager og Danske Bank er fjárhagslegur bakhjarl Bandidos forsetans Jan Bachmann Nielsen og fyrirtækja í hans eigu. „Þótt erfitt sé að alhæfa er hægt að undrast að viðskiptageirinn blandar geði við fólk úr þessum samtökum," segir Kim Kliver í samtali við Berlingske en Kliver er forstjóri Dönsku rannsóknarmiðstöðvarinnar (Det Nationale Efterforskningcenter) sem kemur að rannsóknum bæði lögreglu og skattsins. „Það er óheppilegt að senda frá sér skilaboð sem gefa slíkum samskiptum viðurkenningarstimpil." Viðskiptum dönsku bankanna við Hells Angels og Bandidos má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða veð í húsnæði samtakanna gegn lánum til þeirra og í öðru lagi er um bein viðskipti við fyrirtæki þeirra að ræða. Yfirvöld benda hinsvegar á að það sé einkum fyrirtækjareksturinn sem sé notaður til peningaþvættis á gróða frá glæpastarfsemi eins og eiturlyfjaviðskiptum. Fram hefur komið að dönsk skattayfirvöld vinna að rannsókn sinni eftir svokölluðu Al Capone líkani. Glæpaforinginn Al Capone var með morð tuga manna á samviskunni en bandarískum yfirvöldum tókst fyrst að koma honum í fangelsi þegar þau gátu sannað á hann skattsvik.
Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira