Alonso: Þolgæði lykill að meistaratitli 24. október 2010 18:20 Fernando Alonso fagnar í Suður Kóreu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso. Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso.
Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira