Alonso: Þolgæði lykill að meistaratitli 24. október 2010 18:20 Fernando Alonso fagnar í Suður Kóreu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira