Alonso: Þolgæði lykill að meistaratitli 24. október 2010 18:20 Fernando Alonso fagnar í Suður Kóreu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso. Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso.
Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira