Býr sig undir spennandi ár í breska tónlistarbransanum 28. desember 2010 10:00 „Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
„Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira