Samstarf H&M tískukeðjunnar við víðfræga tískuhönnuði hefur vakið heimsathygli.
Afrakstur samvinnu sænska fatamerkisins og tískuhússins Lanvin
var frumsýndur í New York fyrir skemmstu.
Tískusýningin var litrík, tryllt og vægast sagt skrautleg og minnti einna helst á ávöxt ástarævintýris milli pönksins og níunda áratugarins.




