Borgarstjóri tekur ástfóstri við íslenskan hátískujakka 2. október 2010 12:30 Jón Gnarr og jakkarnir tveir Jón klæddist gráa jakkanum þegar sumarið stóð sem hæst. Hann kynnti dagskrá menningarnætur í honum og hlustaði á kröfur sjúkraflutningamanna. Þegar tók að hausta fór að bera meira á svarta jakkanum en hvíti saumurinn nýtur sín betur á honum. Á sumum myndum má sjá glitta í hina marglitu ermahnappa sem vakið hafa mikla athygli. Það er fatahönnunarfyrirtækið Private Label sem á heiðurinn af þessum jökkum. „Ég sá mann í svona jakka niðri í bæ og stoppaði hann, vildi fá að vita hvar hann hefði fengið hann því þetta væri flottasti jakki sem ég hefði séð," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jakki sem Jón Gnarr hefur klæðst við opinberar athafnir og blaðamannafundi síðan hann tók við lyklavöldum í Ráðhúsinu hefur vakið mikla athygli. Jón upplýsir reyndar strax að um sé að ræða tvo jakka; annar sé svartur og hinn grár. „Þetta eru jakkar sem eru hannaðir og saumaðir á Íslandi af fyrirtæki sem heitir Private Label. Ég held að það séu einhverjir krakkar sem kaupa upp lager af efni og sauma svona jakka. Það eru því engir tveir jakkar eins," útskýrir Jón en hvítur saumur og marglitir ermahnappar hafa skorið sig sérstaklega úr. „Þetta er jakki á sparitrúð og ég er svona sparitrúður og er þar af leiðandi í sparitrúðajakka," útskýrir Jón en jakkarnir fást í versluninni Kúltúr og kosta litlar þrjátíu þúsund krónur. „Ég á líka vetrarfrakka frá þessu sama merki en það skipti mig nokkru máli að þetta væri algjörlega íslensk framleiðsla og saumaskapur. Það er einhver skapandi og gefandi hugsun í jakkanum og það er hreinlega bara gaman að vera í honum," útskýrir Jón, sem hefur komið fram í jakkanum bæði í evrópskum og bandarískum fjölmiðlum en þeir hafa sýnt borgarstjóranum nýja mikinn áhuga. Haft hefur verið á orði hversu miklum stakkaskiptum fatasmekkur Jóns hafi tekið. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá segist Jón alltaf hafa verið frekar ákveðinn í fatamálum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á því í hverju ég er," segir Jón. Og ef fólk heldur að jakkinn sé toppurinn á fatavali Jóns Gnarr skjátlast hinum sömu hrapallega. „Ég er nefnilega að láta prjóna á mig alvöru lopapeysu með íslenska anarkímerkinu á." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
„Ég sá mann í svona jakka niðri í bæ og stoppaði hann, vildi fá að vita hvar hann hefði fengið hann því þetta væri flottasti jakki sem ég hefði séð," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jakki sem Jón Gnarr hefur klæðst við opinberar athafnir og blaðamannafundi síðan hann tók við lyklavöldum í Ráðhúsinu hefur vakið mikla athygli. Jón upplýsir reyndar strax að um sé að ræða tvo jakka; annar sé svartur og hinn grár. „Þetta eru jakkar sem eru hannaðir og saumaðir á Íslandi af fyrirtæki sem heitir Private Label. Ég held að það séu einhverjir krakkar sem kaupa upp lager af efni og sauma svona jakka. Það eru því engir tveir jakkar eins," útskýrir Jón en hvítur saumur og marglitir ermahnappar hafa skorið sig sérstaklega úr. „Þetta er jakki á sparitrúð og ég er svona sparitrúður og er þar af leiðandi í sparitrúðajakka," útskýrir Jón en jakkarnir fást í versluninni Kúltúr og kosta litlar þrjátíu þúsund krónur. „Ég á líka vetrarfrakka frá þessu sama merki en það skipti mig nokkru máli að þetta væri algjörlega íslensk framleiðsla og saumaskapur. Það er einhver skapandi og gefandi hugsun í jakkanum og það er hreinlega bara gaman að vera í honum," útskýrir Jón, sem hefur komið fram í jakkanum bæði í evrópskum og bandarískum fjölmiðlum en þeir hafa sýnt borgarstjóranum nýja mikinn áhuga. Haft hefur verið á orði hversu miklum stakkaskiptum fatasmekkur Jóns hafi tekið. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá segist Jón alltaf hafa verið frekar ákveðinn í fatamálum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á því í hverju ég er," segir Jón. Og ef fólk heldur að jakkinn sé toppurinn á fatavali Jóns Gnarr skjátlast hinum sömu hrapallega. „Ég er nefnilega að láta prjóna á mig alvöru lopapeysu með íslenska anarkímerkinu á." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira