Kubica: Tel mig mjög heppinn og löng og erfið endurhæfing framundan 25. febrúar 2011 16:38 Robert Kubica frá Póllandi. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica telur sig heppinn að hafa sloppið jafnvel frá óhappi í rallkeppni á Ítalíu á dögunum og raun ber vitni. Um tíma var óttast um líf hans, eftir að vegrið gekk í gegnum miðjan rallbíl hans og Jakup Gerber. ítalski blaðamaðurinn Roberto Chinchero er vinur Kubica til margra ára og heimsótti hann á Santa Corona spítalann, á Ítalíu og ritaði grein um heimsóknina í nýjasta eintak tímaritsins Autosport. Læknar þurftu að framkvæma vandasama aðgerð til að bjarga hægri handlegg Kubica, en hann hlaut ýmis önnur meiðsli að auki og var hann í aðgerðum hjá læknum í yfir 30 klukkutíma á 10 dögum. Chichero segir Kubica bráðskarpan einstakling og áræðinn og það hafi hjálpað honum að skilja líkamlegt ástand sitt og sætta sig við hvað er framundan. Chichero segir of snemmt að spá í mögulega endurkomu Kubica í keppni, en að bjartsýni hans muni eiga stóran þátt í endurhæfingu hans. Kubica var hæstánægður að geta hreyft fingur hægri handar, þegar Chichero heimsótti hann. „Ég veit að ég er ekki í góðu ásigkomulagi, en ég tel mig vera mjög heppinn. Það er löng og erfið endurhæfing framundan, en það veldur mér ekki áhyggjum", segir Kubica í greininni. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica telur sig heppinn að hafa sloppið jafnvel frá óhappi í rallkeppni á Ítalíu á dögunum og raun ber vitni. Um tíma var óttast um líf hans, eftir að vegrið gekk í gegnum miðjan rallbíl hans og Jakup Gerber. ítalski blaðamaðurinn Roberto Chinchero er vinur Kubica til margra ára og heimsótti hann á Santa Corona spítalann, á Ítalíu og ritaði grein um heimsóknina í nýjasta eintak tímaritsins Autosport. Læknar þurftu að framkvæma vandasama aðgerð til að bjarga hægri handlegg Kubica, en hann hlaut ýmis önnur meiðsli að auki og var hann í aðgerðum hjá læknum í yfir 30 klukkutíma á 10 dögum. Chichero segir Kubica bráðskarpan einstakling og áræðinn og það hafi hjálpað honum að skilja líkamlegt ástand sitt og sætta sig við hvað er framundan. Chichero segir of snemmt að spá í mögulega endurkomu Kubica í keppni, en að bjartsýni hans muni eiga stóran þátt í endurhæfingu hans. Kubica var hæstánægður að geta hreyft fingur hægri handar, þegar Chichero heimsótti hann. „Ég veit að ég er ekki í góðu ásigkomulagi, en ég tel mig vera mjög heppinn. Það er löng og erfið endurhæfing framundan, en það veldur mér ekki áhyggjum", segir Kubica í greininni.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira