Tiger var bitlaus gegn Björn og er úr leik í Arizona Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2011 10:03 Tiger Woods átti erfitt uppdráttar gegn Thomas Björn í gær. Upphafshögg hans í bráðabana fór langt utan brautar þar sem að óskemmtilegur gróður tók á móti kylfingnum. AP Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu. Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu.
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira