Vilja fresta aðildarviðræðum vegna Icesave Andri Ólafsson skrifar 21. febrúar 2011 18:42 Hollenskir þingmenn vilja að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði frestað ef Íslendingar fella Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttir af því að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa vakið hörð viðbrögð margra þingmanna á hollenska Þinginu. Einn þeirra er Mark Harbers, þingmaður frjálslyndra, sem er stærsti flokkurinn á þinginu en flokkurinn leiðir minnihlutastjórnina sem nú er við völd í Hollandi. „Já, ég get vel skilið að þetta sé eins og fiskbein í hálsi Íslendinga en þeir skuldbundu sig til að endurgreiða peningana. Í hita kreppunnar 2008 fengu Íslendingar líka stór lán frá AGS og þau voru veitt með því skilyrði að Íslendingar borguðu þessar skuldir. Nú liggur fyrir góður samningur, vaxtaprósentan hefur lækkað, þeir fá 30 ár til að greiða þetta. Svo ég segi: Nú ættu Íslendingar, svona einu sinni, að segja já." Og ef það gerist ekki, hvað þá? „Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið. Ég held að þeir muni vita að það sé betra að vera í ESB á krepputímum eins og hafa verið síðustu ár. Ef ég fæ einhverju ráðið mun Holland koma í veg fyrir það ef þeir borga ekki skuldir sínar. AGS hefur einnig krafist þess að þessi skuld verði greidd svo þetta getur líka haft áhrif á þau lán sem Íslendingar fengu frá AGS." Jolande Sap er formaður vinstri grænna sem eiga 10 sæti á þingi Hún segir að ef Íslendingar fella Icesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið á bið. „Þetta er ekki hótun heldur niðurstaða. Þetta er samningur sem við teljum að eigi að standa við. Það er mjög sanngjörn tillaga sem lögð hefur verið fyrir Íslendinga. Þeir höfðu nokkuð til síns máls í fyrra skiptið, vextirnir voru háir, en nú hafa þeir lækkað verulega og við höfum náð sanngjarnri niðurstöðu. Ef þeir eru ekki sammála þessu hefur það sínar afleiðingar," segir Jolande. Icesave Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Hollenskir þingmenn vilja að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði frestað ef Íslendingar fella Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttir af því að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa vakið hörð viðbrögð margra þingmanna á hollenska Þinginu. Einn þeirra er Mark Harbers, þingmaður frjálslyndra, sem er stærsti flokkurinn á þinginu en flokkurinn leiðir minnihlutastjórnina sem nú er við völd í Hollandi. „Já, ég get vel skilið að þetta sé eins og fiskbein í hálsi Íslendinga en þeir skuldbundu sig til að endurgreiða peningana. Í hita kreppunnar 2008 fengu Íslendingar líka stór lán frá AGS og þau voru veitt með því skilyrði að Íslendingar borguðu þessar skuldir. Nú liggur fyrir góður samningur, vaxtaprósentan hefur lækkað, þeir fá 30 ár til að greiða þetta. Svo ég segi: Nú ættu Íslendingar, svona einu sinni, að segja já." Og ef það gerist ekki, hvað þá? „Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið. Ég held að þeir muni vita að það sé betra að vera í ESB á krepputímum eins og hafa verið síðustu ár. Ef ég fæ einhverju ráðið mun Holland koma í veg fyrir það ef þeir borga ekki skuldir sínar. AGS hefur einnig krafist þess að þessi skuld verði greidd svo þetta getur líka haft áhrif á þau lán sem Íslendingar fengu frá AGS." Jolande Sap er formaður vinstri grænna sem eiga 10 sæti á þingi Hún segir að ef Íslendingar fella Icesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið á bið. „Þetta er ekki hótun heldur niðurstaða. Þetta er samningur sem við teljum að eigi að standa við. Það er mjög sanngjörn tillaga sem lögð hefur verið fyrir Íslendinga. Þeir höfðu nokkuð til síns máls í fyrra skiptið, vextirnir voru háir, en nú hafa þeir lækkað verulega og við höfum náð sanngjarnri niðurstöðu. Ef þeir eru ekki sammála þessu hefur það sínar afleiðingar," segir Jolande.
Icesave Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira