Klien vonast eftir síðasta Formúlu 1 ökumannssætinu 7. mars 2011 17:09 Chrstian Klien um borð í bíl Hispania í fyrra. Mynd: Getty Images/Clive Mason Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins. "Það þarf ekki að fjölyrða um það að ég myndi elska að keyra fyrir HRT (Hispania Racing Team), sagði Klien í viðtali á vefsíðu sinni samkvæmt fréttinni á autosport.com. "Ég er sannfærður að liðið mun taka góðum framförum og koma einhverjum á óvart", bætti hann við og telur að starf Geoff Wills og Paul White, sem er aðalhönnuður liðsins komi liðinu til góða. Hispania liðið verður á æfingum á 2011 bílnum í Barcelona í vikunni, en liðið hefur ekki æft til þessa á æfingum með 2011 keppnisbílnum, heldur 2010 bílnum en Hispania liðið byrjaði í Formúlu 1 í fyrra. Klien ók hjá liðinu í fimm mótum 2010. "Allar æfingar voru á 2010 bílnum, sem ég keppti á í fimm mótum í fyrra. Ég vann mikið í að bæta uppsetningu bílsins. Undir lok tímabilsins höfðum við minnkað bilið í önnur lið, jafnvel þó engir nýir hlutir væru í bílnum." Hispania liðið prófaði þá Viantonio Liuzzi og Giorgio Mondini um borð í bíl sínum á dögunum og óljóst hvort liðið vill semja við annanhvorn þeirra, frekar en Klien. Í frétt autosport.com segir Klien það kaldhæðnislegt að 2005 var hann í samkeppni við Liuzzi um sæti hjá Red Bull. Þá var Klien meira um borð í Red Bull bílnum í keppni, en Liuzzi ók bílnum líka sama árið. En þó þeir séu í samkeppni um sætið hjá Hispania núna, þá eru þeir ágætis félagar og bera virðingu fyrir hvor öðrum að sögn Klien. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins. "Það þarf ekki að fjölyrða um það að ég myndi elska að keyra fyrir HRT (Hispania Racing Team), sagði Klien í viðtali á vefsíðu sinni samkvæmt fréttinni á autosport.com. "Ég er sannfærður að liðið mun taka góðum framförum og koma einhverjum á óvart", bætti hann við og telur að starf Geoff Wills og Paul White, sem er aðalhönnuður liðsins komi liðinu til góða. Hispania liðið verður á æfingum á 2011 bílnum í Barcelona í vikunni, en liðið hefur ekki æft til þessa á æfingum með 2011 keppnisbílnum, heldur 2010 bílnum en Hispania liðið byrjaði í Formúlu 1 í fyrra. Klien ók hjá liðinu í fimm mótum 2010. "Allar æfingar voru á 2010 bílnum, sem ég keppti á í fimm mótum í fyrra. Ég vann mikið í að bæta uppsetningu bílsins. Undir lok tímabilsins höfðum við minnkað bilið í önnur lið, jafnvel þó engir nýir hlutir væru í bílnum." Hispania liðið prófaði þá Viantonio Liuzzi og Giorgio Mondini um borð í bíl sínum á dögunum og óljóst hvort liðið vill semja við annanhvorn þeirra, frekar en Klien. Í frétt autosport.com segir Klien það kaldhæðnislegt að 2005 var hann í samkeppni við Liuzzi um sæti hjá Red Bull. Þá var Klien meira um borð í Red Bull bílnum í keppni, en Liuzzi ók bílnum líka sama árið. En þó þeir séu í samkeppni um sætið hjá Hispania núna, þá eru þeir ágætis félagar og bera virðingu fyrir hvor öðrum að sögn Klien.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira