Japanskur bílaframleiðandi í samstarf við meistaralið Red Bull 1. mars 2011 16:41 Sebastian Vettel og Red Bull hafa verið við æfingar á nýjum keppnisbíl liðsins á Spáni og munu æfa á brautinni í Katalóníu í mars. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag. Eftir sem áður mun Renault bílaframleiðandinn útvega Red Bull keppnisvélar, en Red Bull varð meistari bílasmiða í fyrra og Sebastian Vettel, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Renault og Nissan eru þegar í samstarfi í bílageiranum og því er ekki um hagsmunaárekstur að ræða, þó Infinity, sem framleiðir lúxusbíla styrki og starfi með Red Bull. "Eftir því sem liðið hefur þróast, þá er mikilvægara fyrir okkur að horfa til framtíðar. Að gæta þess að við séum að vinna með réttum samstarfsaðilum, hvort sem um ræðir markaðslegu hliðina eða á annars staðar", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull. Honer telur tæknilega þekkingu hjá Infinity geti komið Red Bull til góða. "Sem sjálfstætt keppnislið þá erum við ekki sérfræðingar í rafgeymum eða KERS kerfinu. Við viljum einbeita okkur að því að hanna og framleiða undirvagninn og ef við getum nýtt okkur aðra þekkingu frá Nissan og Infinity, þá er það spennandi fyrir okkur", sagði Horner. Varaforseti Infinity, Andy Palmer hefur trú á því að fyrirtækið geti hjálpað Red Bull hvað mest varðandi rafgeyma og KERS kerfið, en aðrir þættir séu líka mögulegir hvað tæknilega samvinnu varðar. "Nissan er augljóslega leiðandi í gerð rafmagnsbíla og eftir því sem hlutir færast í þá áttina, þá eru möguleikar á samvinnu. Við sjáum hvað setur. Við erum hér til að svara fyrirspurnum í byrjun og sjáum hvernig þetta gengur", sagði Palmer. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag. Eftir sem áður mun Renault bílaframleiðandinn útvega Red Bull keppnisvélar, en Red Bull varð meistari bílasmiða í fyrra og Sebastian Vettel, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Renault og Nissan eru þegar í samstarfi í bílageiranum og því er ekki um hagsmunaárekstur að ræða, þó Infinity, sem framleiðir lúxusbíla styrki og starfi með Red Bull. "Eftir því sem liðið hefur þróast, þá er mikilvægara fyrir okkur að horfa til framtíðar. Að gæta þess að við séum að vinna með réttum samstarfsaðilum, hvort sem um ræðir markaðslegu hliðina eða á annars staðar", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull. Honer telur tæknilega þekkingu hjá Infinity geti komið Red Bull til góða. "Sem sjálfstætt keppnislið þá erum við ekki sérfræðingar í rafgeymum eða KERS kerfinu. Við viljum einbeita okkur að því að hanna og framleiða undirvagninn og ef við getum nýtt okkur aðra þekkingu frá Nissan og Infinity, þá er það spennandi fyrir okkur", sagði Horner. Varaforseti Infinity, Andy Palmer hefur trú á því að fyrirtækið geti hjálpað Red Bull hvað mest varðandi rafgeyma og KERS kerfið, en aðrir þættir séu líka mögulegir hvað tæknilega samvinnu varðar. "Nissan er augljóslega leiðandi í gerð rafmagnsbíla og eftir því sem hlutir færast í þá áttina, þá eru möguleikar á samvinnu. Við sjáum hvað setur. Við erum hér til að svara fyrirspurnum í byrjun og sjáum hvernig þetta gengur", sagði Palmer.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira