Dýrkeypt klúður - milljarða keppnissundlaug reyndist of stutt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. mars 2011 14:45 Ólympíuleikarnir fara fram í London sumarið 2012 og eru Bretar langt komnir með uppbyggingu á þeim íþróttamannvirkjum sem á að nota á leikunum. Nordic Photos/Getty Images Ólympíuleikarnir fara fram í London sumarið 2012 og eru Bretar langt komnir með uppbyggingu á þeim íþróttamannvirkjum sem á að nota á leikunum. Ýmis æfingamannvirki hafa einnig verið byggð víðsvegar um landið og þar má nefna glæsilega æfinga – og keppnissundlaug í Portsmouth. Sundlaugarmannvirkið kostaði bæjarfélagið um 1 milljarð kr. en stór mistök voru gerð við hönnunina. Sundlaugin er of stutt og ekki er hægt að nota hátækni tímatökubúnað í sundlauginni . Það eru því litlar líkur á því að bestu sundmenn heims flykkist til Portsmouth til æfinga og keppni – eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Málið hefur vakið athygli því laugin átti að vera í hæsta gæðaflokki og jafnast á við það besta sem gerist í heiminum. Nú er hinsvegar ljóst að laugin verður ekki notuð sem „alvöru" keppnislaug þar sem að ekki var gert ráð fyrir að koma fyrir tímatökubúnaðinum við sundlaugarbakkann. Hönnuðir laugarinnar gleymdu að gera ráð fyrir því að laugin styttist um 5 sm. þegar tímatökubúnaðurinn er settur upp. Sveitastjórnin sem stóð að byggingunni hefur verið harðlega gagnrýnd af minnihlutanum og er ljóst að fá met verða sett í lauginni í framtíðinni. Enda aðeins hægt að nota gamaldags handtímatöku á sundlaugarbakkanum – og slík tímamæling uppfyllir ekki kröfur nútímans. Það bendir því allt til þess að sundlaugin verði að mestu notuð af almenningi en keppnisfólkið á ekki eftir að streyma til Portsmouth til þess að bæta tímana sína. Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir fara fram í London sumarið 2012 og eru Bretar langt komnir með uppbyggingu á þeim íþróttamannvirkjum sem á að nota á leikunum. Ýmis æfingamannvirki hafa einnig verið byggð víðsvegar um landið og þar má nefna glæsilega æfinga – og keppnissundlaug í Portsmouth. Sundlaugarmannvirkið kostaði bæjarfélagið um 1 milljarð kr. en stór mistök voru gerð við hönnunina. Sundlaugin er of stutt og ekki er hægt að nota hátækni tímatökubúnað í sundlauginni . Það eru því litlar líkur á því að bestu sundmenn heims flykkist til Portsmouth til æfinga og keppni – eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Málið hefur vakið athygli því laugin átti að vera í hæsta gæðaflokki og jafnast á við það besta sem gerist í heiminum. Nú er hinsvegar ljóst að laugin verður ekki notuð sem „alvöru" keppnislaug þar sem að ekki var gert ráð fyrir að koma fyrir tímatökubúnaðinum við sundlaugarbakkann. Hönnuðir laugarinnar gleymdu að gera ráð fyrir því að laugin styttist um 5 sm. þegar tímatökubúnaðurinn er settur upp. Sveitastjórnin sem stóð að byggingunni hefur verið harðlega gagnrýnd af minnihlutanum og er ljóst að fá met verða sett í lauginni í framtíðinni. Enda aðeins hægt að nota gamaldags handtímatöku á sundlaugarbakkanum – og slík tímamæling uppfyllir ekki kröfur nútímans. Það bendir því allt til þess að sundlaugin verði að mestu notuð af almenningi en keppnisfólkið á ekki eftir að streyma til Portsmouth til þess að bæta tímana sína.
Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira