Schumacher er vongóður um að geta keppt til sigurs í einhverjum mótum 17. mars 2011 14:59 Michael Schumacher er sjöfaldur meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu í ár, eins og í fyrra, en hann mætti til leiks á ný eftir þriggja ára hlé 2010. Í dag segist hann njóta þess að keppa með Mercedes, en keppnislið hans sendi frá sér viðtal við kappann, sem birtist á autosport.com í dag og neðan er hluti þess í lauslegri þýðingu. Schumacher var fyrst spurður að því hvernig honum finnst að vetraræfingar liðsins hafi gengið. Keppnislið í Formúlu 1 æfðu á brautum á Spáni í vetur. "Ég hef góða tilfinningu. Liðið hefur unnið hörðum höndum í að útbúa bíl okkar á öllum sviðum, sem þurfti að bæta. Tölvugögnin sem ég hef séð í vetur eru hvetjandi, en við vitum allir að raunveruleikinn milli upplýsinga og þess sem gerist á brautinni getur verið ólíkur", sagði Schumacher. "Sem ökumaður vonast ég auðvitað eftir framfaraskrefi og ég tel að það sé markið sem við höfum náð. Ég treysti því að við getum keppt um verðlaunasæti og ég er vongóður að við getum keppt til sigurs í einhverjum mótum. Af því sögðu, þá munum við aðeins sjá sannleikann þegar keppnistímabilið fer af stað. Ég get vart beðið eftir að komast til Melbourne, til að sjá raunstöðuna." Þetta er annað ár endurkomu þinnar. Hvernig er tilfinning þín í samanburði við hvernig hún var fyrir 12 mánuðum? "Þetta ár líður mér öðruvísi. Í fyrra var allt nýtt, æfingarnar, bíllinn, liðið og skipulagið. Þetta var spennandi, en nokkuð sem ég þurfti að þræða í gegnum. Núna, ári síðar, þá veit ég betur hverju þarf að vinna að. Ég þekki liðið mun betur og vinn með mjög hæfu fólki. Ég nýt þess sem ég er að gera, að vinna með Mercedes og ég hef aldrei séð eftir því að hafa mætt til leiks á ný. Ef það er næsta spurningin þin!." Þú ert búinn að aka þúsundir km með nýjum kerfum um borð í bílnum. Hvaða áhrif hafa þau? "Miðað við mína reynslu, þá geta þessi kerfi haft áhrif. En ekki bara þannig að þú ýtir á takka og komist auðveldlega framúr. Maður verður enn að vera rétt staðsettur og finna rétta augnablikið til að nýta nýjungarnar. Við munum sjá í mótum hvort þetta virkar sem skyldi. Hvernig hefur þér gengið að aðlagast nýju Pirelli dekkjunum og hvað þarf til að ná sem mestu út úr þeim? "Það eru allir á sömu dekkjum og við munum allir venjast þeim. Vissulega finnum við muninn, en það er það sem gerir þetta spennandi breytingu. Við erum þjálfaðir til að ráða við þær. Lykilinn er að rata á rétta keppnisáætlun og nýta þannig dekkin til fullnustu", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Michael Schumacher ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu í ár, eins og í fyrra, en hann mætti til leiks á ný eftir þriggja ára hlé 2010. Í dag segist hann njóta þess að keppa með Mercedes, en keppnislið hans sendi frá sér viðtal við kappann, sem birtist á autosport.com í dag og neðan er hluti þess í lauslegri þýðingu. Schumacher var fyrst spurður að því hvernig honum finnst að vetraræfingar liðsins hafi gengið. Keppnislið í Formúlu 1 æfðu á brautum á Spáni í vetur. "Ég hef góða tilfinningu. Liðið hefur unnið hörðum höndum í að útbúa bíl okkar á öllum sviðum, sem þurfti að bæta. Tölvugögnin sem ég hef séð í vetur eru hvetjandi, en við vitum allir að raunveruleikinn milli upplýsinga og þess sem gerist á brautinni getur verið ólíkur", sagði Schumacher. "Sem ökumaður vonast ég auðvitað eftir framfaraskrefi og ég tel að það sé markið sem við höfum náð. Ég treysti því að við getum keppt um verðlaunasæti og ég er vongóður að við getum keppt til sigurs í einhverjum mótum. Af því sögðu, þá munum við aðeins sjá sannleikann þegar keppnistímabilið fer af stað. Ég get vart beðið eftir að komast til Melbourne, til að sjá raunstöðuna." Þetta er annað ár endurkomu þinnar. Hvernig er tilfinning þín í samanburði við hvernig hún var fyrir 12 mánuðum? "Þetta ár líður mér öðruvísi. Í fyrra var allt nýtt, æfingarnar, bíllinn, liðið og skipulagið. Þetta var spennandi, en nokkuð sem ég þurfti að þræða í gegnum. Núna, ári síðar, þá veit ég betur hverju þarf að vinna að. Ég þekki liðið mun betur og vinn með mjög hæfu fólki. Ég nýt þess sem ég er að gera, að vinna með Mercedes og ég hef aldrei séð eftir því að hafa mætt til leiks á ný. Ef það er næsta spurningin þin!." Þú ert búinn að aka þúsundir km með nýjum kerfum um borð í bílnum. Hvaða áhrif hafa þau? "Miðað við mína reynslu, þá geta þessi kerfi haft áhrif. En ekki bara þannig að þú ýtir á takka og komist auðveldlega framúr. Maður verður enn að vera rétt staðsettur og finna rétta augnablikið til að nýta nýjungarnar. Við munum sjá í mótum hvort þetta virkar sem skyldi. Hvernig hefur þér gengið að aðlagast nýju Pirelli dekkjunum og hvað þarf til að ná sem mestu út úr þeim? "Það eru allir á sömu dekkjum og við munum allir venjast þeim. Vissulega finnum við muninn, en það er það sem gerir þetta spennandi breytingu. Við erum þjálfaðir til að ráða við þær. Lykilinn er að rata á rétta keppnisáætlun og nýta þannig dekkin til fullnustu", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira