Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton.
Petrov lét ekki Fernando Alonso ógna sér á lokasprettinum, rétt eins og í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Stóðst honum snúning á Renault bílnum. Veturinn var erfiður hjá liði Petrovs þar sem Robert Kubica, liðsfélagi Petrovs slasaðist alvarlega í rallkeppni og enn er óljóst hvort hann keppir á ný.
"Ég er hæstánægður að komast á verðlaunapall, sérstaklega eftir erfiðan vetur hjá liðinu. Jafnvel á æfingum vissum við ekki stöðu okkar gagnvart keppinautum okkar, en bættum bílinn í sífellu", sagði Petrov.
"Ég ræsti vel af stað í mótinu, sem var lykillinn að árangri mínum, því ég komst framúr Alonso og Button og hafði auða braut fyrir framan mig. Gat gætt þess að passa upp á dekkin, þó ég tæki á bílnum."
"Við vorum með rétta þjónustuáætlun. Tókum tvö hlé og það virkaði vel. Ég er þakklátur liðinu fyrir að styðja við bakið á mér í vetur. Þessi úrslit eru fyrir alla og ég er algjörlega í skýjunum", saqði Petrov.
Rússinn Petrov þakklátur fyrir stuðning Renault

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn