Rússinn Petrov þakklátur fyrir stuðning Renault 28. mars 2011 09:44 Sebastian Vettel og Vitaly Petrov fagna hvor öðrum í Melbourne í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Petrov lét ekki Fernando Alonso ógna sér á lokasprettinum, rétt eins og í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Stóðst honum snúning á Renault bílnum. Veturinn var erfiður hjá liði Petrovs þar sem Robert Kubica, liðsfélagi Petrovs slasaðist alvarlega í rallkeppni og enn er óljóst hvort hann keppir á ný. "Ég er hæstánægður að komast á verðlaunapall, sérstaklega eftir erfiðan vetur hjá liðinu. Jafnvel á æfingum vissum við ekki stöðu okkar gagnvart keppinautum okkar, en bættum bílinn í sífellu", sagði Petrov. "Ég ræsti vel af stað í mótinu, sem var lykillinn að árangri mínum, því ég komst framúr Alonso og Button og hafði auða braut fyrir framan mig. Gat gætt þess að passa upp á dekkin, þó ég tæki á bílnum." "Við vorum með rétta þjónustuáætlun. Tókum tvö hlé og það virkaði vel. Ég er þakklátur liðinu fyrir að styðja við bakið á mér í vetur. Þessi úrslit eru fyrir alla og ég er algjörlega í skýjunum", saqði Petrov. Formúla Íþróttir Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Petrov lét ekki Fernando Alonso ógna sér á lokasprettinum, rétt eins og í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Stóðst honum snúning á Renault bílnum. Veturinn var erfiður hjá liði Petrovs þar sem Robert Kubica, liðsfélagi Petrovs slasaðist alvarlega í rallkeppni og enn er óljóst hvort hann keppir á ný. "Ég er hæstánægður að komast á verðlaunapall, sérstaklega eftir erfiðan vetur hjá liðinu. Jafnvel á æfingum vissum við ekki stöðu okkar gagnvart keppinautum okkar, en bættum bílinn í sífellu", sagði Petrov. "Ég ræsti vel af stað í mótinu, sem var lykillinn að árangri mínum, því ég komst framúr Alonso og Button og hafði auða braut fyrir framan mig. Gat gætt þess að passa upp á dekkin, þó ég tæki á bílnum." "Við vorum með rétta þjónustuáætlun. Tókum tvö hlé og það virkaði vel. Ég er þakklátur liðinu fyrir að styðja við bakið á mér í vetur. Þessi úrslit eru fyrir alla og ég er algjörlega í skýjunum", saqði Petrov.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira