Heimamaðurinn Mark Webber hjá Red Bull er á heimavelli í fyrsta Formúlu 1
móti ársins. Hann telur að keppnisáætlnir verði mikilvægar í mótum vegna
nýrra reglna og búnaðs bílanna í ár, sem ökumenn hafa prófað á æfingum í
vetur.
"Það er alltaf auðvelt að lenda í smá vandræðum þegar nýjar reglur líta
dagsins ljós og liðið hefur staðið sig í stykkinu. Ég, liðið og Seb
(astian Vettel) höfum lagt mikla vinnu í að ná sem mestu út úr fáum
æfingadögum sem voru í boði", sagði Webber á fundi FIA með fréttamönnum í
Melbourne í dag.
Webber sagði að Ferrari hafi ekið mikið á æfingum og gert góða hluti hvað
það varðar, en Red Bull liðið hefði lært inn á nýju regurnar og það kæmi í
ljós á næstu vikum hvar Red Bull stæði gagnvart keppinautum sínum. Fyrstu
þrjú mótin yrðu áhugaverð. Eðlilega er mikið álag á Webber á heimaslóðum.
"Já. Ég er heppinn að hafa heimavöll eins og nokkrir aðrir ökumenn. Það er
alltaf góð stemmning í slíku, hvort sem það er í Brasilíu, á Spáni eða á
Englandi fyrir Jenson og Lewis. Ég er ánægður hér. Mótið er alltaf gott og
óútreiknanlegt, öryggisbíllinn kemur alltaf út og ég hlakka til:"
Mikið af nýjungum verður í fyrsta móti ársins. Ný dekk, nýir bílar og
nýjar reglur og um þetta sagði Webber.
"Það er margt sem þarf að læra. Við höfum bara æft á þessum dekkjum. Það
þarf nýjar leiðir varðandi keppnisáætlanir og við getum sagt að ný Formúla
1 hefst í Melbourne varðandi keppnisáætlanir og við þurfum að læra og vera
einbeittir. Einbeita okkur að keppnísáætlun, því ég held að hún skipti
miklu máli. Kannski tímatakan skipti aðeins minna í samanburði við síðasta
ár, því það mun meira gerast á brautinni í kappakstrinum en áður", sagði
Webber.
Webber: Heppinn að hafa heimavöll í óútreiknanlegu móti í Melbourne

Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1
