Vettel: Erfitt að meta styrkleika keppinautanna 23. mars 2011 15:11 Sebastian Vettel lærði að rýja rollu á Warrock Cattle sveitabýlinu fyrir utan Melbourne í Ástralíu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að erfitt sé að meta hvernig hann stendur gagnvart keppinautum sínum. Hann keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu á sunnudaginn. "Það er óvissa að vita hvernig maður stendur miðað við aðra. Sú staða hefur aldrei verið til staðar", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Margir óvissuþættir eru í Formúlu 1 í ár og ekki síst útaf nýjum dekkjum frá Pirelli sem eiga að slitna hraðar og gætu kostað það að keppnislið verða að taka fleiri þjónustuhlé í mótum. Formúlu 1 keppnislið æfðu á brautum á Spáni í vetur og ökumenn skiptust á að ná besta tíma. "Við þurfum ekki að vera í óvissu með okkar lið. Við vitum hvað við höfum gert og við ættum að vera í góðum málum. Núna er bara málið að sjá hvar við stöndum gagnvart öðrum", sagði Vettel. Vettel sagði þetta á kynningu í Ástralíu, þar sem hann var látinn prófa að rýja rollu og stjórna fjárhundi, til að kynnast áströlsku sveitalífi. Vettel var frekar áhyggjufullur að meiða dýr við rúningu, en verður hvergi banginn í mótinu um helgina. "Ég verð ekki eins feiminn og í dag, því ég veit hvað ég ætla að gera", aðspurður um væntanlegt mót. "Við áttum góðan vetur og höfum ekið mikið. Við lentum ekki í neinum verulegum vandræðum með bílinn, bara smávægilegum, ekkert stórkostlegum. Þetta er besti veturinn til þessa. Það er hinsvegar erfiðara að segja hvar við stöndum gangvart öðrum." "Það eru allir með nýja hluti á bílum sínum, það eru nýjar reglur og ný dekk. Það er erfitt að finna það út hvar maður er staddur. Til þess komum við hingað og sjáum það í síðasta lagi á laugardaginn." Sem ríkjandi heimsmeistari er Vettel með rásnúmer 1 á bíl sínum á þessu ári. "Við byrjum allir á núlli og ég hef núll stig líka, eins og aðrir. Það kann að vera að það sé rásnúmer eitt á bílnum, en það þýðir ekki að ég sé fljótari í ár. Ég þarf að vinna af krafti og kreista allt út úr bílnum, til að vera viss um að vera í fremstu röð", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að erfitt sé að meta hvernig hann stendur gagnvart keppinautum sínum. Hann keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu á sunnudaginn. "Það er óvissa að vita hvernig maður stendur miðað við aðra. Sú staða hefur aldrei verið til staðar", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Margir óvissuþættir eru í Formúlu 1 í ár og ekki síst útaf nýjum dekkjum frá Pirelli sem eiga að slitna hraðar og gætu kostað það að keppnislið verða að taka fleiri þjónustuhlé í mótum. Formúlu 1 keppnislið æfðu á brautum á Spáni í vetur og ökumenn skiptust á að ná besta tíma. "Við þurfum ekki að vera í óvissu með okkar lið. Við vitum hvað við höfum gert og við ættum að vera í góðum málum. Núna er bara málið að sjá hvar við stöndum gagnvart öðrum", sagði Vettel. Vettel sagði þetta á kynningu í Ástralíu, þar sem hann var látinn prófa að rýja rollu og stjórna fjárhundi, til að kynnast áströlsku sveitalífi. Vettel var frekar áhyggjufullur að meiða dýr við rúningu, en verður hvergi banginn í mótinu um helgina. "Ég verð ekki eins feiminn og í dag, því ég veit hvað ég ætla að gera", aðspurður um væntanlegt mót. "Við áttum góðan vetur og höfum ekið mikið. Við lentum ekki í neinum verulegum vandræðum með bílinn, bara smávægilegum, ekkert stórkostlegum. Þetta er besti veturinn til þessa. Það er hinsvegar erfiðara að segja hvar við stöndum gangvart öðrum." "Það eru allir með nýja hluti á bílum sínum, það eru nýjar reglur og ný dekk. Það er erfitt að finna það út hvar maður er staddur. Til þess komum við hingað og sjáum það í síðasta lagi á laugardaginn." Sem ríkjandi heimsmeistari er Vettel með rásnúmer 1 á bíl sínum á þessu ári. "Við byrjum allir á núlli og ég hef núll stig líka, eins og aðrir. Það kann að vera að það sé rásnúmer eitt á bílnum, en það þýðir ekki að ég sé fljótari í ár. Ég þarf að vinna af krafti og kreista allt út úr bílnum, til að vera viss um að vera í fremstu röð", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira