Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. apríl 2011 01:00 Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. AP Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. McIlroy gerði engin mistök og fékk hann sjö fugla á hringnum. Quiros gerði enn betur og fékk 8 fugla og einn skolla. Woods fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla, en hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Mickelson fékk þrjá fugla á fyrstu 15 holunum en hann fékk skolla á þeirri 18. Englendingurinn Lee Westwood sem er annar á heimslistanum er á pari vallar eða 72 höggum en Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum er eflaust að huga að heimferð á morgun því hann lék afar illa á fyrsta hringnum eða 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Svíinn Henrik Stenson er neðstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari vallar. Írinn Padraig Harrington er í tómu tjóni þessa dagana en hann lék á 77 höggum eða +5. Gamla brýnið Tom Watson verður ekki í baráttunni um sigurinn líkt og á Opna breska meistaramótinu árið 2009 en hann lék á 79 höggum. Englendingurinn Luke Donald sem sigraði á par 3 holu mótinu er ekki líklegur til þess að rjúfa hefðina og sigra á báðum mótunum – par 3 holu mótinu og Mastersmótinu. Það hefur aldrei gerst og Donald er 7 höggum á eftir efstu mönnum eftir að hafa leikið á pari á fyrsta hringnum. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. McIlroy gerði engin mistök og fékk hann sjö fugla á hringnum. Quiros gerði enn betur og fékk 8 fugla og einn skolla. Woods fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla, en hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Mickelson fékk þrjá fugla á fyrstu 15 holunum en hann fékk skolla á þeirri 18. Englendingurinn Lee Westwood sem er annar á heimslistanum er á pari vallar eða 72 höggum en Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum er eflaust að huga að heimferð á morgun því hann lék afar illa á fyrsta hringnum eða 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Svíinn Henrik Stenson er neðstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari vallar. Írinn Padraig Harrington er í tómu tjóni þessa dagana en hann lék á 77 höggum eða +5. Gamla brýnið Tom Watson verður ekki í baráttunni um sigurinn líkt og á Opna breska meistaramótinu árið 2009 en hann lék á 79 höggum. Englendingurinn Luke Donald sem sigraði á par 3 holu mótinu er ekki líklegur til þess að rjúfa hefðina og sigra á báðum mótunum – par 3 holu mótinu og Mastersmótinu. Það hefur aldrei gerst og Donald er 7 höggum á eftir efstu mönnum eftir að hafa leikið á pari á fyrsta hringnum.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira