Mögnuð ræða borgarstjórans: Varaliturinn gerði þau mennsk á ný 3. apríl 2011 13:36 Jón Gnarr flutti magnaða ræðu fyrir tískuvita. Mynd Arnþór Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér. RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér.
RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53