Howard skoraði 46 stig en það dugði ekki til gegn Atlanta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. apríl 2011 11:15 Dwight Howard leikmaður Orlando Magic ver hér skot frá Etan Thomas. AP Larry Drew þjálfari Atlanta Hawks tók áhættu sem borgaði sig vel í gær þegar liðið sótti Orlando Magic heim í úrslitakeppninni. Drew leyfði Dwight Howard miðherja Orlando að leika lausum hala í sóknarleiknum enda skoraði hann 46 stig en Atlanta gætti þess vel að þriggja stiga skyttur Orlando fengju engin frí skot – og það gafst vel enda sigraði Atlanta 103-93. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti Austurdeildar og verður næsti leikur einnig í Orlando en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit. Leikmenn Orlando voru aðeins með 27% nýtingu í þriggja stiga skotum sínum sem er frekar slakt. Howard setti félagsmet í úrslitakeppni með því að skora 31 stig í fyrri hálfleik og hann er nú stigahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í úrslitakeppni. Aðeins Tracy McGrady hefur skorað 46 stig í úrslitakeppni fyrir Orlando. Jemeer Nelson skoraði 27 stig fyrir Orlando en aðrir leikmenn þurfa hugsa sinn gang því þriðji stigahæsti leikmaður liðsins var með 6 stig. Howard leyndi ekki vonbrigðum sínum á blaðamannafundi eftir leikinn en hann tók einnig 19 fráköst í leiknum. Miðherjinn var ekki viss um hvað Stan Van Gundy þjálfari Orlando ætlaði að gera til þess að bregðast við varnarleik Atlanta – sem kom öllum á óvart. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta, Jamal Crawford skoraði 23 og Al Horford 16. NBA Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
Larry Drew þjálfari Atlanta Hawks tók áhættu sem borgaði sig vel í gær þegar liðið sótti Orlando Magic heim í úrslitakeppninni. Drew leyfði Dwight Howard miðherja Orlando að leika lausum hala í sóknarleiknum enda skoraði hann 46 stig en Atlanta gætti þess vel að þriggja stiga skyttur Orlando fengju engin frí skot – og það gafst vel enda sigraði Atlanta 103-93. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti Austurdeildar og verður næsti leikur einnig í Orlando en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit. Leikmenn Orlando voru aðeins með 27% nýtingu í þriggja stiga skotum sínum sem er frekar slakt. Howard setti félagsmet í úrslitakeppni með því að skora 31 stig í fyrri hálfleik og hann er nú stigahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í úrslitakeppni. Aðeins Tracy McGrady hefur skorað 46 stig í úrslitakeppni fyrir Orlando. Jemeer Nelson skoraði 27 stig fyrir Orlando en aðrir leikmenn þurfa hugsa sinn gang því þriðji stigahæsti leikmaður liðsins var með 6 stig. Howard leyndi ekki vonbrigðum sínum á blaðamannafundi eftir leikinn en hann tók einnig 19 fráköst í leiknum. Miðherjinn var ekki viss um hvað Stan Van Gundy þjálfari Orlando ætlaði að gera til þess að bregðast við varnarleik Atlanta – sem kom öllum á óvart. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta, Jamal Crawford skoraði 23 og Al Horford 16.
NBA Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira