NBA: Lakers og San Antonio jöfnuðu metin - Denver í vandræðum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. apríl 2011 09:00 Pau Gasol og félagar hans í LA Lakers hafa titil að verja í NBA deildinni. Hér tekur Spánverjinn frákast gegn New Orleans í gær. AP Meistaralið LA Lakers lagði New Orleans Hornets 87-78 í gær í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta og er staðan í einvíginu 1-1. Þrír leikir fóru fram í gær og náði San Antonio Spurs að jafna metin gegn Memphis Grizzlies með 93-87 sigri á heimavelli. Oklahoma er 2-0 yfir gegn Denver Nuggets eftir 106-89 sigur liðsins í gær.LA Lakers (2) – New Orleans (7) 87-78 Lakers hefur unnið 9 af síðustu 12 leikjum sínum í New Orleans og meistaraliðið er því með tölfræðina á bak við sig í þeim efnum en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit Vesturdeildar. Andrew Bynum skoraði 17 stig fyrir Lakers og tók 11 fráköst. Lamar Odom skoraði 16 og tók 7 fráköst, Ron Artes skoraði 15 en Kobe Bryant hefur oft leikið betur. Hann hitti aðeins 3 af alls 10 skotum sínum utan af velli og hann skoraði aðeins 11 stig sem er það næst lægsta hjá honum á tímabilinu. Trevor Ariza skoraði 22 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 20 og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant lék vörnina gegn Paul í þessum leik en Paul fór afar illa með Lakers í fyrsta leiknum. Þessi breyting gafst vel og Derek Fisher og Ron Artest leystu Bryant af í þessu hlutverki í leiknum. San Antonio (1) – Memphis (8) 93-87Manu Giniobili var áberandi í San Antonio liðinu gegn Memphsi í gær.APArgentínumaðurinn Manu Ginobili lék með San Antonio á ný þrátt fyrir að vera meiddur á hægri olnboga. Hann var mjög áberandi í 93-87 sigri San Antonio sem náði að jafna metin gegn Memphis sem „stal" sigrinum í fyrsta leiknum gegn liðinu sem var með bestan árangur í vetur í Vesturdeildinni. Memphis leikur næstu tvo leiki á heimavelli og er staðan jöfn 1-1. Ginobili tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal boltanum 4 sinnum á þeim 34 mínútum sem hann lék. Zach Randolph skoraði aðeins 11 stig fyrir Memphis og Marc Gasol skoraði 12. Samanlagt skoruðu þeir 49 stig í fyrsta leiknum og vörn San Antonio náði að loka betur á þá félaga undir körfunni en þeir gerðu í fyrsta leiknum. Oklahoma (4) – Denver (5) 106-89Russel Westbrook er lykilmaður i Oklahoma og hér skorar hann gegn Nene.APOklahoma City Thunder byrjaði með látum gegn Denver og náði 43-17 forskoti í fyrri hálfleik. Það bil náði Denver aldrei að brúa og Oklahoma sigraði 106-89 og er 2-0 yfir í einvíginu fyrir næstu tvo leiki sem fram fara í Denver. Kevin Durant og Russell Westbrook voru að venju atkvæðamestir í liði Oklahoma og skoruðu þeir samanlagt 44 stig en þeir skoruðu samanlagt 72 stig í fyrsta leiknum. Durant skoraði 23 og Westbrook skoraði 21. James Harden skoraði 18 stig og miðherjinn Serge Ibaka skoraði 12 og tók 12 fráköst. Oklahoma var með yfirburði í fráköstunum og tók liðið 53 fráköst samanlagt en Denver aðeins 31. Ty Laeson skoraði 20 stig fyrir Denver, Nene skoraði 16 íkt og Raymond Felton. NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira
Meistaralið LA Lakers lagði New Orleans Hornets 87-78 í gær í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta og er staðan í einvíginu 1-1. Þrír leikir fóru fram í gær og náði San Antonio Spurs að jafna metin gegn Memphis Grizzlies með 93-87 sigri á heimavelli. Oklahoma er 2-0 yfir gegn Denver Nuggets eftir 106-89 sigur liðsins í gær.LA Lakers (2) – New Orleans (7) 87-78 Lakers hefur unnið 9 af síðustu 12 leikjum sínum í New Orleans og meistaraliðið er því með tölfræðina á bak við sig í þeim efnum en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit Vesturdeildar. Andrew Bynum skoraði 17 stig fyrir Lakers og tók 11 fráköst. Lamar Odom skoraði 16 og tók 7 fráköst, Ron Artes skoraði 15 en Kobe Bryant hefur oft leikið betur. Hann hitti aðeins 3 af alls 10 skotum sínum utan af velli og hann skoraði aðeins 11 stig sem er það næst lægsta hjá honum á tímabilinu. Trevor Ariza skoraði 22 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 20 og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant lék vörnina gegn Paul í þessum leik en Paul fór afar illa með Lakers í fyrsta leiknum. Þessi breyting gafst vel og Derek Fisher og Ron Artest leystu Bryant af í þessu hlutverki í leiknum. San Antonio (1) – Memphis (8) 93-87Manu Giniobili var áberandi í San Antonio liðinu gegn Memphsi í gær.APArgentínumaðurinn Manu Ginobili lék með San Antonio á ný þrátt fyrir að vera meiddur á hægri olnboga. Hann var mjög áberandi í 93-87 sigri San Antonio sem náði að jafna metin gegn Memphis sem „stal" sigrinum í fyrsta leiknum gegn liðinu sem var með bestan árangur í vetur í Vesturdeildinni. Memphis leikur næstu tvo leiki á heimavelli og er staðan jöfn 1-1. Ginobili tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal boltanum 4 sinnum á þeim 34 mínútum sem hann lék. Zach Randolph skoraði aðeins 11 stig fyrir Memphis og Marc Gasol skoraði 12. Samanlagt skoruðu þeir 49 stig í fyrsta leiknum og vörn San Antonio náði að loka betur á þá félaga undir körfunni en þeir gerðu í fyrsta leiknum. Oklahoma (4) – Denver (5) 106-89Russel Westbrook er lykilmaður i Oklahoma og hér skorar hann gegn Nene.APOklahoma City Thunder byrjaði með látum gegn Denver og náði 43-17 forskoti í fyrri hálfleik. Það bil náði Denver aldrei að brúa og Oklahoma sigraði 106-89 og er 2-0 yfir í einvíginu fyrir næstu tvo leiki sem fram fara í Denver. Kevin Durant og Russell Westbrook voru að venju atkvæðamestir í liði Oklahoma og skoruðu þeir samanlagt 44 stig en þeir skoruðu samanlagt 72 stig í fyrsta leiknum. Durant skoraði 23 og Westbrook skoraði 21. James Harden skoraði 18 stig og miðherjinn Serge Ibaka skoraði 12 og tók 12 fráköst. Oklahoma var með yfirburði í fráköstunum og tók liðið 53 fráköst samanlagt en Denver aðeins 31. Ty Laeson skoraði 20 stig fyrir Denver, Nene skoraði 16 íkt og Raymond Felton.
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira