Vettel: Það er enginn ósigrandi 5. maí 2011 17:28 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni. Formúla Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira