Alguersuari stefnir á vera meðal tíu fremstu á heimavelli 19. maí 2011 16:48 Jamie Alguersuari á fréttamannafundi á Spáni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum. Formúla Íþróttir Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira