Webber vill komast á efsta þrep verðlaunapallsins á Spáni á ný 19. maí 2011 14:43 Mark Webber vann á Spáni í fyrra. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira