Sé einhver í vafa um hvað sé heitt í tískunni í sumar þarf ekki að örvænta mikið lengur því Föstudagur leitaði til þriggja landsþekktra stílista og fékk þá til að deila því með lesendum hvað þarf að eignast fyrir sumarið.- sm
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir

Ég er heitust fyrir síðum kjólum og síðum pilsum. Bleiserum, þröngum stuttum kjólum og bara persónulegum stíl. Mestu máli skiptir hvað klæðir mann vel. Hverri konu er nauðsynlegt að eiga vel gerða og fallega skó, tösku og sólgleraugu.
Hvað telur þú nauðsynlegt að eiga fyrir sumarið og af hverju?
Góða sólarvörn, af því að öll brúnka er bruni. Tjald, af því að það er frábært að tjalda á Íslandi. Síðan kjól, sólgleraugu og fullt af höttum. Gott ilmvatn er líka algjör nauðsyn.
Hvaða vor/sumarlínu ert þú hrifnust af?
Alexander McQueen, Ann Demulemeester, Givency, Haider Ackerman, Comme des Garcons og Yohji Yamamoto. Þetta eru hönnuðir sem mér finnst alltaf samkvæmir sjálfum sér og höfða mest til mín. Og mig langar í allar vorlínurnar þeirra. Núna!