Barrichello: Williams vantar leiðtoga 12. maí 2011 11:52 Rubens Barrichello vill betri bíl hjá Williams. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og hefur ekið í flestum mótum. Hann telur að lið sitt skorti leiðtoga sem tekur af skarið varðandi starfsemi innan liðsins. Hann vann m.a. í mörg ár með Ferrari á bestu árum Michael Schumachers. Williams hefur ekki unnið meistaratitla síðan 1997. Williams hefur ekkert stig fengið úr fyrstu fjórum mótum ársins, en nýliðnn Pastor Maldonado ekur með Barrichello hjá Williams. Barrichello ræddi mál Williams í frétt á autosport.com. Nýlega var tilkynnt um að Mike Coughlan hefur verið ráðinn til liðsins sem hönnuður, en hann var frægur fyrir njósnamálið svokallaða milli McLaren og Ferrrari fyrir nokkrum árum. Sam Michaels yfirmaður liðsins hyggst hætta hjá liðinu í lok þessa keppnistímabils. „Það er eitthvað sem vantar og við verðum að taka á vandamálunum. Það er gott að hafa toppmennina hérna og Sam mun gefa 100% þar til hann hættir, en okkur vantar leiðtoga", sagði Barrichello um stöðu Williams í ár. „Núna er þetta eins og að við höfum of marga, en ekki nógu marga. Það vantar fókus á það sem menn eru að gera. Sam virðist rólegri, en okkur vantar eitthvað sem verður til þess að bíllinn þróist." Barrichello segist vera meðal 10 fremstu í Formúlu 1 og þekki marga, sem hægt væri að ræða við og hann virðist vera að slíku þessa dagana. Hann segir tækni starfsmennina vinna vel, en eitthvað þurfi til að leysa þróunarmál og vandamálin sem liðið er að fást við, m.a. varðandi KERS kerfið. „Kannski er ég jákvæðasti maðurinn í hringiðunni og mun alltaf dreyma um breytingar. Það þurfa allir leggja hönd á plóginn. Það er auðvelt að segja að Williams sé búið að vera. En þjáningarnar munu taka enda, en til þess þurfa menn að leggja lóð á vogarskálarnar", sagði Barrichello. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og hefur ekið í flestum mótum. Hann telur að lið sitt skorti leiðtoga sem tekur af skarið varðandi starfsemi innan liðsins. Hann vann m.a. í mörg ár með Ferrari á bestu árum Michael Schumachers. Williams hefur ekki unnið meistaratitla síðan 1997. Williams hefur ekkert stig fengið úr fyrstu fjórum mótum ársins, en nýliðnn Pastor Maldonado ekur með Barrichello hjá Williams. Barrichello ræddi mál Williams í frétt á autosport.com. Nýlega var tilkynnt um að Mike Coughlan hefur verið ráðinn til liðsins sem hönnuður, en hann var frægur fyrir njósnamálið svokallaða milli McLaren og Ferrrari fyrir nokkrum árum. Sam Michaels yfirmaður liðsins hyggst hætta hjá liðinu í lok þessa keppnistímabils. „Það er eitthvað sem vantar og við verðum að taka á vandamálunum. Það er gott að hafa toppmennina hérna og Sam mun gefa 100% þar til hann hættir, en okkur vantar leiðtoga", sagði Barrichello um stöðu Williams í ár. „Núna er þetta eins og að við höfum of marga, en ekki nógu marga. Það vantar fókus á það sem menn eru að gera. Sam virðist rólegri, en okkur vantar eitthvað sem verður til þess að bíllinn þróist." Barrichello segist vera meðal 10 fremstu í Formúlu 1 og þekki marga, sem hægt væri að ræða við og hann virðist vera að slíku þessa dagana. Hann segir tækni starfsmennina vinna vel, en eitthvað þurfi til að leysa þróunarmál og vandamálin sem liðið er að fást við, m.a. varðandi KERS kerfið. „Kannski er ég jákvæðasti maðurinn í hringiðunni og mun alltaf dreyma um breytingar. Það þurfa allir leggja hönd á plóginn. Það er auðvelt að segja að Williams sé búið að vera. En þjáningarnar munu taka enda, en til þess þurfa menn að leggja lóð á vogarskálarnar", sagði Barrichello.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira