Perez telur ökumanninn skipta meira máli í Mónakó, en á öðrum brautum 23. maí 2011 17:30 Sergio Perez frá Mexíkó á fréttamannafundi á Spáni um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1. „Ég elska þessa braut og hún er ein af þeim sem eru í upphaldi hjá mér. Ég vann mót í fyrra í GP2 mótaröðinni þarna og núna get ég ekki beðið eftir að keppa í fyrsta skipti í Mónakó Grand Prix móti (Formúlu 1). Þetta verður sérstök helgi hjá mé", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. „Þetta er keppni sem ég hef beðið eftir og á þessari braut skiptir ökumaðurinn meira máli en á öðrum brautum. Stemmningin er frábær og þetta er mót sem allir ökumenn vilja vinna á ferlinum", sagði Perez. Liðsfélagi Perez hjá Sauber er Kamui Kobayashi og er spenntur fyrir mótinu eins og Perez. „Það er spennandi að keppa þarna. Þetta var erfitt mót hjá okkur í fyrra, en það verður annað upp á teningnum núna. Við höfum unnið mikið í bílnum varðandi hægu beygjurnar og vonandi náum við góðum árangri", sagði Kobyashi. „Ég hef keppt þarna þrívegis, tvisvar í GP2 og í fyrsta skipti í Formúlu 1 í fyrra. Það verður erfitt að taka framúr, en stillanlegi afturvængurinn gæti hjálpað til. En maður veit aldrei og það getur verið áhættusamt að reyna það. Það gæti verið hjálp í því að búa þarna, fyrir þá ökumenn sem það gera", sagði Kobayashi. Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1. „Ég elska þessa braut og hún er ein af þeim sem eru í upphaldi hjá mér. Ég vann mót í fyrra í GP2 mótaröðinni þarna og núna get ég ekki beðið eftir að keppa í fyrsta skipti í Mónakó Grand Prix móti (Formúlu 1). Þetta verður sérstök helgi hjá mé", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. „Þetta er keppni sem ég hef beðið eftir og á þessari braut skiptir ökumaðurinn meira máli en á öðrum brautum. Stemmningin er frábær og þetta er mót sem allir ökumenn vilja vinna á ferlinum", sagði Perez. Liðsfélagi Perez hjá Sauber er Kamui Kobayashi og er spenntur fyrir mótinu eins og Perez. „Það er spennandi að keppa þarna. Þetta var erfitt mót hjá okkur í fyrra, en það verður annað upp á teningnum núna. Við höfum unnið mikið í bílnum varðandi hægu beygjurnar og vonandi náum við góðum árangri", sagði Kobyashi. „Ég hef keppt þarna þrívegis, tvisvar í GP2 og í fyrsta skipti í Formúlu 1 í fyrra. Það verður erfitt að taka framúr, en stillanlegi afturvængurinn gæti hjálpað til. En maður veit aldrei og það getur verið áhættusamt að reyna það. Það gæti verið hjálp í því að búa þarna, fyrir þá ökumenn sem það gera", sagði Kobayashi.
Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira