Lady&Bird vinna að óperu með Sjón Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. maí 2011 12:34 Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson vinnur þessa daga að óperu ásamt frönsku tónlistarkonunni Keren Ann undir formerkjum samstarfssveitar þeirra Lady&Bird. Ásamt Barða og Keren Ann kemur skáldið Sjón að söguþræðinum. Áætlað er að frumsýna í París í nóvember næstkomandi. Hvorki Barði né Keren Ann verða þó á sviðinu. Barði var gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu í gær og fékkst til þess að segja lítillega frá verkinu. Hann vildi ekkert gefa upp um söguþráðinn annað en að hann ætti eflaust eftir að hrista upp í fólki. "Þetta er ópera á allann hátt nema hvað að söngurinn verður ekki allan tímann eins og í hefðbundnum óperum," sagði Barði. "Persónulega leiðist mér að sitja undir svoleiðis þannig að við ákváðum að hafa sönginn eðlilegri." Barði mætti í liðinn "Selebb Shuffle" þar sem gestur mætir með mp3 spilara, stingur í samband og setur á Shuffle. Barði mætti reyndar með fartölvuna sína þar sem hann notar ekki iPod eða aðra mp3 spilara að staðaldri. Lögin sem komu upp voru þessi:Suicide - Ghost ridersM83 - Un-recordedThe Stooges - 1969Wire - the 15thTrentemöller - Moan (vocal remix)Daft Punk - VeridisquoYeah yeah yeahs - mapsThe Stone Roses - i wanna be adoredLögin má nálgast hér.Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson vinnur þessa daga að óperu ásamt frönsku tónlistarkonunni Keren Ann undir formerkjum samstarfssveitar þeirra Lady&Bird. Ásamt Barða og Keren Ann kemur skáldið Sjón að söguþræðinum. Áætlað er að frumsýna í París í nóvember næstkomandi. Hvorki Barði né Keren Ann verða þó á sviðinu. Barði var gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu í gær og fékkst til þess að segja lítillega frá verkinu. Hann vildi ekkert gefa upp um söguþráðinn annað en að hann ætti eflaust eftir að hrista upp í fólki. "Þetta er ópera á allann hátt nema hvað að söngurinn verður ekki allan tímann eins og í hefðbundnum óperum," sagði Barði. "Persónulega leiðist mér að sitja undir svoleiðis þannig að við ákváðum að hafa sönginn eðlilegri." Barði mætti í liðinn "Selebb Shuffle" þar sem gestur mætir með mp3 spilara, stingur í samband og setur á Shuffle. Barði mætti reyndar með fartölvuna sína þar sem hann notar ekki iPod eða aðra mp3 spilara að staðaldri. Lögin sem komu upp voru þessi:Suicide - Ghost ridersM83 - Un-recordedThe Stooges - 1969Wire - the 15thTrentemöller - Moan (vocal remix)Daft Punk - VeridisquoYeah yeah yeahs - mapsThe Stone Roses - i wanna be adoredLögin má nálgast hér.Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira