Perez útskrifaður af spítalanum eftir óhappið í Mónakó 30. maí 2011 16:11 Sergio Perez spjallar við sjónvarpsmenn í Mónakó á tískusýningu fyrir mótshelgina í Mónakó. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans. Perez man ekki eftir öllum sem gerðist í óhappinu á laugardag, en hann kom á mikilli ferð út úr undirgöngunum, snerist í brautinni og skall á vegriði og síðan öryggisvegg. Tímatakan tafðist nokkuð á meðan að hugað var að Perez um borð í bílnum og vakti það kvíða hjá mörgum á staðnum, en tímatakan hélt síðan áfram. Fljótlega bárust upplýsingar að hann hefði ekki meiðst alvarlega. „Ég er allt í lagi. Er með smá verk í fæti og hálsi, en þetta er tengt vöðvum og ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég var með svima á sunnudag, en þakka guði fyrir að ég er heill heilsu og hlakka til að fara um borð í bílinn aftur", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez kvaðst þakklátur starfsmönnum spítalans og liðsmönnum sínum sem heimsóttu hann um helgina og öðrum. Hann sagði fjölskylduna hafa verið hjá sér og hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann fékk í símann sinn. „Ég man hvernig þriðja umferðin í tímatökunni byrjaði og man eftir sumu í óhappinu, en minnið er gloppótt eins og sakir standa varðandi björgunaraðgerðirnar. Ég veit ekki hvað olli óhappinu. Tæknimaður minn sagði mér að ekkert vandamál hefði verið í bílnum. Trúlega fór ég út úr aksturslínunni eða bremsaði á mishæð." Perez horfði á keppnina í Mónakó á spítalanum og sagði að það hefði verið synd að geta ekki keppt. Liðsfélagi hans Kamui Kobayahsi náði fjórða sæti í mótinu. „Ég er mjög ánægður hvað liðinu gekk vel og er viss um að við náum sambærilegum árangri fljótlega", sagði Perez. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans. Perez man ekki eftir öllum sem gerðist í óhappinu á laugardag, en hann kom á mikilli ferð út úr undirgöngunum, snerist í brautinni og skall á vegriði og síðan öryggisvegg. Tímatakan tafðist nokkuð á meðan að hugað var að Perez um borð í bílnum og vakti það kvíða hjá mörgum á staðnum, en tímatakan hélt síðan áfram. Fljótlega bárust upplýsingar að hann hefði ekki meiðst alvarlega. „Ég er allt í lagi. Er með smá verk í fæti og hálsi, en þetta er tengt vöðvum og ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég var með svima á sunnudag, en þakka guði fyrir að ég er heill heilsu og hlakka til að fara um borð í bílinn aftur", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez kvaðst þakklátur starfsmönnum spítalans og liðsmönnum sínum sem heimsóttu hann um helgina og öðrum. Hann sagði fjölskylduna hafa verið hjá sér og hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann fékk í símann sinn. „Ég man hvernig þriðja umferðin í tímatökunni byrjaði og man eftir sumu í óhappinu, en minnið er gloppótt eins og sakir standa varðandi björgunaraðgerðirnar. Ég veit ekki hvað olli óhappinu. Tæknimaður minn sagði mér að ekkert vandamál hefði verið í bílnum. Trúlega fór ég út úr aksturslínunni eða bremsaði á mishæð." Perez horfði á keppnina í Mónakó á spítalanum og sagði að það hefði verið synd að geta ekki keppt. Liðsfélagi hans Kamui Kobayahsi náði fjórða sæti í mótinu. „Ég er mjög ánægður hvað liðinu gekk vel og er viss um að við náum sambærilegum árangri fljótlega", sagði Perez.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira