Paul di Resta stefnir á stigasæti 8. júní 2011 15:30 Paul di Resta ekur með Force India. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Paul di Resta hjá Force India liðinu er nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 í ár og hefur ekki ekið Gilles Villeneuve brautina, sem er notuð í Formúlu 1 mótinu í Montreal í Kanada um næstu helgi. Adrian Sutil ekur með di Resta hjá Force India og segir mótið í Montreal eitt af sínum uppáhaldsmótum. „Mótið í Montreal verður sannkallað ævintýri fyrir mig. Ég hef aldrei ekið brautina og það verður í forgangi að ná upp hraða sem fyrst og að læra á brautina", sagði di Resta í fréttaskeyti frá Force India. „Ég hef undirbúið mig í ökuhermi, en brautin er óvenjuleg og þarfnast þess að maður nái góðum hámarkshraða til að vera samkeppnisfær. Þess vegna erum við með sérstaka yfirbyggingu með lítið niðurtog. Það verður ný reynsla fyrir mig. Ég ók samskonar útfærslu á bíl á Monza brautinni í fyrra á æfingu og bíllinn lætur öðruvísi, þannig að ég þarf að venjast því." Di Resta sagði að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum í Mónakó, í síðustu keppni, þar sem bíllinn var samkeppnisfær þegar hann hafði auða braut fyrir framan sig og möguleiki hefði verið á stigum. „Það væri gott að komast í stigasæti um helgina og það verður markmið mitt", sagði di Resta. Liðsfélagi hans, Adrian Sutil segist hlakka til að keppa í Montreal, í fallegri og alþóðlegri borg. „Þetta er eitt af uppáhaldsmótunum mínum og ég held að allir njóti sín þarna. Þess vegna reyni ég mæta aðeins fyrr þangað til að sjá borgina og jafna mig á fluginu", sagði Sutil. „Ég hef aldrei náð frábærum árangri í Kanada, þó ég hafi verið nokkuð fljótur þar. Ég náði í stig í fyrra, ef það hefði ekki verið fyrir sprungið dekk að þá hefði ég getað náð betri árangri. „Reynsla skiptir máli á brautinni, sem er með ójöfnum og bíllinn hreyfist mikið á brautinni, sem krefst sérstakrar aðgæslu. Þetta er braut sem er gott að taka framúr ár og með DRS (stillanlegan afturvæng) ætti mótið að verða enn áhugaverðara en ella", sagði Sutil. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Paul di Resta hjá Force India liðinu er nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 í ár og hefur ekki ekið Gilles Villeneuve brautina, sem er notuð í Formúlu 1 mótinu í Montreal í Kanada um næstu helgi. Adrian Sutil ekur með di Resta hjá Force India og segir mótið í Montreal eitt af sínum uppáhaldsmótum. „Mótið í Montreal verður sannkallað ævintýri fyrir mig. Ég hef aldrei ekið brautina og það verður í forgangi að ná upp hraða sem fyrst og að læra á brautina", sagði di Resta í fréttaskeyti frá Force India. „Ég hef undirbúið mig í ökuhermi, en brautin er óvenjuleg og þarfnast þess að maður nái góðum hámarkshraða til að vera samkeppnisfær. Þess vegna erum við með sérstaka yfirbyggingu með lítið niðurtog. Það verður ný reynsla fyrir mig. Ég ók samskonar útfærslu á bíl á Monza brautinni í fyrra á æfingu og bíllinn lætur öðruvísi, þannig að ég þarf að venjast því." Di Resta sagði að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum í Mónakó, í síðustu keppni, þar sem bíllinn var samkeppnisfær þegar hann hafði auða braut fyrir framan sig og möguleiki hefði verið á stigum. „Það væri gott að komast í stigasæti um helgina og það verður markmið mitt", sagði di Resta. Liðsfélagi hans, Adrian Sutil segist hlakka til að keppa í Montreal, í fallegri og alþóðlegri borg. „Þetta er eitt af uppáhaldsmótunum mínum og ég held að allir njóti sín þarna. Þess vegna reyni ég mæta aðeins fyrr þangað til að sjá borgina og jafna mig á fluginu", sagði Sutil. „Ég hef aldrei náð frábærum árangri í Kanada, þó ég hafi verið nokkuð fljótur þar. Ég náði í stig í fyrra, ef það hefði ekki verið fyrir sprungið dekk að þá hefði ég getað náð betri árangri. „Reynsla skiptir máli á brautinni, sem er með ójöfnum og bíllinn hreyfist mikið á brautinni, sem krefst sérstakrar aðgæslu. Þetta er braut sem er gott að taka framúr ár og með DRS (stillanlegan afturvæng) ætti mótið að verða enn áhugaverðara en ella", sagði Sutil.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira